fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur blæs til sóknar – berst fyrir sínu pólitíska lífi

Egill Helgason
Laugardaginn 27. ágúst 2016 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aðeins farið að hitna í kolunum fyrir kosningarnar.

Viðtal Morgunblaðsins við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er greinilega upphafið að sókn hans til að halda formannsembættinu í Framsóknarflokknum, rétt eins og Facebook-færsla Önnu var upphafið að vörn hans þegar Wintris-málið kom upp síðla vetrar.

Það er alls ekki víst að honum takist þetta, en Framsóknarmenn eru mjög tvístígandi. Kjördæmasambönd hafa kveðið upp úr með að boða skuli til flokksþings, en tíminn er naumur. Miðstjórnarfundur sem halda á 10. september þarf að ákveða dagsetningu flokksþingsins og þá er varla hægt að halda það fyrr en í fyrsta lagi helgina á eftir, 17. september. Þá verða einungis fjörutíu dagar til kosninga.

Sigmundur lætur sér ekki annað til hugar koma en að vera formaður áfram, hann mun berjast hart fyrir sínu pólitíska lífi, og það er þá spurning hvort einhver fer á móti honum. Lilja Alfreðsdóttir, sem skipar fyrsta sætið í Reykjavík suður, var kölluð inn í pólitíkina af Sigmundi og virðist vera tygg honum. Þá er spurningin um Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra – áræðir hann að láta til skarar skríða? Sigurður hefur áður sagt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn formanninum, en það dylst engum að þeir hafa fjarlægst hvorn annan verulega.

Þeir eru ólíkir menn Sigmundur og Sigurður Ingi. Það bætir ekki ástandið í flokknum að framsóknarmenn virðast ekki sjálfir hafa hugmynd um hvort þeim muni vegna betur með hinn rólyndislega Sigurð Inga í fararbroddi eða hinn umdeilda og nokkuð uppstökka Sigmund.

 

Screen Shot 2016-08-27 at 12.28.11

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið