fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Engin hætta á að forseti sitji á friðarstóli

Egill Helgason
Laugardaginn 2. júlí 2016 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt gögnum sem birtast nú um mánaðarmótin verður ekki betur séð en að álögur á almenning aukist, meðan álögur á fjármagnseigendur aukast minna, en stórum hluta veiðigjalda er aflétt af útgerðinni.

Vandi ríkisstjórnarinnar sem nú situr er fyrst og fremst sú útbreidda tilfinning að hún gangi erinda sérhagsmunaafla fyrst og fremst.

Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur skrifar athyglisverðan pistil á Facebook um hlutverk nýs forseta og verkefni hans í náinni framtíð.

Guðni Thorlacius er boðinn velkominn með eiginkonu og börn að sitja jörðina Bessastaði á Álftanesi. Um langan aldur höfum við landsmenn haft óbeit á innnesi þessu og þeim erlendu og innlendu valdsmönnum sem þar hafa kosið að búa um sig. Á Bessastöðum var okkar kæra snærisþjófi Jóni Hreggviðssyni gert að dúsa í Þrælakistu og Svartholi og þar kvað hann hinar ódauðlegu Pontusarímur sér til hugarhægaðar.

 

Í stríðslok varð Ísland sjálfstætt lýðveldi af því að Bandaríkjamönnum þóknaðist að ráða yfir „ósökkvandi flugmóðurskipi“ í þeirri herfræðilegu heimsmynd sem dregin var upp í stríðslok af sigurvegum hildarleiksins. Þá hentaði að búa til leiðitama innlenda valdastétt sem fóðruð var á bitlingum í gegnum „hermangið“, og við tók hið langa og tíðindalitla skeið „helmingaskipta“ stjórnmála. Skrautið á þeirri köku var kóngseftirlíkingin á Bessastöðum sem fór um landið og taldi þjóðinni trú um að við værum á einum báti af því að við töluðum öll íslensku og ættum í sameign fáeinar merkar skinnbækur. Kalda stríðið gekk sinn gang og forsetar héldu áfram að klippa á borða og vera til skrauts og skrifa undir lög frá Aþingi án þess að mögla – að minnsta kosti opinberlega.

 

Ólafur Ragnar Grímsson varð til að riðla þessari fallegu mynd þegar hann tók að skipta sér af landstjórninni, greip fram fyrir hendur á ríkisstjórnum, gera sjálfan sig að yfirvaldi sem allir skyldu horfa til, kom ríkisstjórnum á koppinn, rústaði samþykktum lögum, auðmýkti og útskúfaði forsætisráðherrum, koma þeim jafnvel á kaldan klaka.

 

Það verður erfitt fyrir nýkjörinn forseta Guðna Thorlacius að finna réttar stellingar í embætti – líklega mun hann þurfa að leggja blessun yfir lagafrumvörp um stuðning við landbúnað sem kosta mun heimili í landinu hundruð milljarða, hann þarf að blessa endanlegt afsal sjávarauðlinda í hendur fáeinna manna; svo koma frumvörp um nýja og endurbætta herstöð á Miðnesheiði, hlutafélagavæðingu Landsvirkjunnar, leyfi til olíuvinnslu í hafi norðaustur af landinu, lög um lagningu rafstrengs til Evrópu, sölu Ríkisútvarps – svo eitthvað séu nefnt af því sem Guðni Thorlacius þarf hugsanlega að taka afstöðu til og skrifa undir með óforgengilegu bleki. Á Íslandi verður á komandi árum barist hart um auð og völd – engin hætta á því að nýkjörinn forseti fái að sitja á friðarstóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann