fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Leiðinlegur úrslitaleikur – þjóðsöngur tekinn í sátt

Egill Helgason
Mánudaginn 11. júlí 2016 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikurinn í Evrópukeppninni var hrikalega leiðinlegur. Ég horfði á leikinn á torgi þar sem eru tvö veitingahús, þegar leið á leikinn voru flestir búnir að láta sig hverfa, nenntu ekki lengur að fylgjast með, en þeir sem áfram sátu horfðu á sjónvarpsskerminn tómum augum.

Keppnin sjálf var líka alveg í meðallagi skemmtileg. Ég held svei mér þá að framganga íslenska liðsins sé það sem er skemmtilegast og eftirminnilegast við keppnina, það heyrir maður líka frá fólkinu sem maður hittir hér á erlendri grund. Maður situr líka úti og heyrir oft nafn landsins nefnt í samræðum fólks. Það hef ég aldrei upplifað áður.

Ítalskur vinur minn sem rekur ísbúð hérna spilaði í gær fyrir mig íslenska þjóðsönginn sem hann hafði fundið á netinu. Hann lék svo nokkra aðra þjóðsöngva til samanburðar. Þeir ganga flestir út á stríð, þjóðrembu og að deyja fyrir þjóðina – ólíkt auðmýktinni og lotningunni sem er að finna í Ó Guð vors lands, smæðinni gagnvart alheiminum. Ég ætla aldrei að gagnrýna íslenska þjóðsönginn framar.

En úrslitaleikurinn í gær var leiðinlegur, sálarlaus og andlaus. Það vantaði einhvern veginn allt sem gerir fótbolta skemmtilega. Frakkarnir voru stressaðir og æstir og hlupu og hlupu. Portúgalarnir vörðust af þrautseigju og þolinmæði – við höfum þurft að horfa upp á alltof mikinn varnarleik í þessari keppni. Það verður að segjast eins og er að í íþróttinni knattspyrnu hafa orðið mestar framfarir í þjálfun varnarmanna og skipulagi varnarleiks. En það er í sjálfu sér ágætt að smáþjóð eins og Portúgal skuli vinna.

Fiðrildið sem flögraði í kringum Ronaldo reyndist vera mölfluga.

Mótið fór samt ágætlega fram og það er fagnaðarefni. Það voru einhver átök milli ruddamenna úr hópi stuðningsmanna, en ekkert umfram það sem mátti búast við. Það sem maður óttaðist mest var að hryðjuverkamenn næðu að fremja eitthvert ódæði á mótinu. Slíkt hefði getað skapað hræðilegan glundroða. Eftir atburðina í París í nóvember síðastliðnum var jafnvel rætt um að aflýsa Evrópukeppninni – að ekki væri óhætt að halda hana í Frakklandi. En það tókst, reyndar með miklum viðbúnaði lögreglu, og það er gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann