fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Aukin hernaðaruppbygging á Íslandi – viðbrögð við stefnu Pútíns

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. júní 2016 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameiginleg yfirlýsing Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál sætir tíðindum, en hún var undirrituð í gær. Þarna er sagt að „umhverfi öryggismála í Evrópu og norðanverðu Atlantshafi hafi breyst á undanliðnum tíu árum“ – það dylst varla neinum að þetta eru viðbrögð við þróuninni í Rússlandi Pútíns, það var síðast í maí að Obama forseti varaði Rússa við aukinni hervæðingu sem hann sagði að beindist gegn Norður-Evrópu. Ennfremur má nefna hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurheimskautssvæðinu.

Varnarliðið er ekki að koma aftur, þótt það sé ef til vill ekki svo fjarlægur möguleiki lengur,  en það er áréttað mjög skýrt að Ísland standi með Bandaríkjunum og sé á bandarísku áhrifasvæði. Það er tekið fram að þetta sé innan ramma varnarsamningsins frá 1951.

Við megum búast við meiri hernaðaruppbyggingu á Íslandi en verið hefur undanfarin ár, það fer ekki á milli mála.

Samkomulagið er undirritað af utanríkisráðherra úr Framsóknarflokknum. Áður en til undirritunar kom hafði ekkert heyrst um að þetta stæði til.

Það má auðvitað spyrja hvers vegna var engin umræða um þessa yfirlýsingu áður en hún var gerð opinber? Hver var aðdragandinn að þessu – hvernig voru ákvarðanir teknar? Með þessu er væntanlega loku fyrir það skotið að Íslendingar breyti t.d. afstöðu sinni gagnvart viðskiptabanni á Rússland – sem er fyrst og fremst að undirlagi Bandaríkjanna, ekki ESB, eins og sumir virðast halda.

Og svo má gera einn lítinn fyrirvara. Væntanlega skiptir dálitlu máli hver verður kosinn forseti Bandaríkjanna í byrjun vetrar. Vildum við eiga í nánari samstarfi við Bandaríki sem væru t.d. undir forystu Donalds Trump?

 

9uz3dtznLilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“