fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Leikurinn í Nice, heiðursborgarinn Albert og hefndin fyrir Icesave

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. júní 2016 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er maður farinn að lesa að leikur Íslands og Englands í Nice á mánudaginn verði hefnd fyrir Icesave. Og jafnvel þorskastríðin líka. Jú, það var óhjákvæmilegt að þetta yrði nefnt.

Er ekki hægt að finna eitthvað fleira til að hefna fyrir?

Innrás Breta 5. maí 1940, þegar sagt er að Íslendingum hafi verið kippt inn í nútímann?

Viðskipti Englendinga við Íslandsstrendur fyrr á öldum – í óleyfi? Dráp Björns Þorleifssonar hirðstjóra 1467?

Við Íslendingar eigum reyndar ágætt tækifæri núna til að koma Englendingum úr jafnvægi. Við gætum tekið upp á því að syngja ættjarðarljóðið Eldgamla Ísafold eftir Bjarna Thorarensen.

Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd girðir sær
og guma girnist mær,
gljáir sól á hlíð.

Eldgamla Ísafold
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð.
Ágætust auðnan þér
upp lyfti biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð.

Þetta ljóð er einatt sungið við lag eftir Thomas Augustine Arne, sem er breski þjóðsöngurinn – God Save Our Queen/King.

Það má svo geta þess að í Nice, þar sem leikurinn fer fram, var Albert Guðmundsson atvinnumaður í fótbolta. Hann lauk ferlinum með liði Nice. Mig minnir reyndar að Jónas frá Hriflu, sem skrifaði knattspyrnusögu Alberts, bók sem margir drengir lásu á sinni tíð, hafi notað hið ítalska heiti borgarinnar, Nizza – eins og súkkulaðið.

Albert var raunar heiðursborgari í Nice – eins og sjá má í frétt frá 1979. Þegar ég var sem mest í Frakklandi á níunda áratugnum hitti maður enn margt fólk sem mundi eftir fótboltaferli hans.

Við getum svo bætt við litlum fróðleiksmola. Albert Guðmundsson er tengdaafi Guðmundar Benediktssonar, knattspyrnulýsandans sem nú er orðinn heimsfrægur – Guðmundur er kvæntur Kristbjörgu, dóttur markakóngsins Inga Björns, sonar Alberts.

 

Screen Shot 2016-06-23 at 11.47.25

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“

Óánægðir sósíalistar ráðast á Sönnu og segja hana misnota aðstöðu sína – „Fullkomlega óeðlilegt og óviðeigandi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið

Logi furðulostinn eftir fyrirspurn Ingibjargar á Alþingi sem vill að Alþingi skipti sér af fréttaflutningi Ríkisútvarpsins um lekamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“