fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

„Þarf að skilgreina hvað forsætisráðherra á að gera“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. júní 2016 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptablaðið spyr í skoðanakönnun hvor Píratanna nýtur meira fylgis til að verða forsætisráðherra, Birgitta Jónsdóttir eða Helgi Hrafn Gunnarsson. Niðurstaðan er sú að Helgi nýtur talsvert meir hylli. 29 prósent eru jákvæð gagnvart honum sem forsætisráðherra, en 18 prósent Birgittu.

Á umræðusvæði Pírata má sjá að menn eru undrandi yfir þessu, þar túka margir skoðanakönnunina sem tilraun til að magna upp klofning, en í raun er ekkert óeðlilegt að spurt sé. Eins og staðan er virðist líklegt að Píratar verði í næstu ríkisstjórn – leiði hana jafnvel. Það hafa verið ýmis teikn á lofti um að Helgi Hrafn njóti meira trausts en Birgitta – hann er einfaldlega óvenju vinsæll stjórnmálamaður.

Birgitta Jónsdóttir segir að þarna sé „gamla Ísland að reyna að láta Pírata passa í eitthvað box sem hverfist um völd“.

Á það er bent á móti að erfitt sé að komast undan þeirri hefð á Íslandi að forsætisráðherra leiði ríkisstjórn. Birgitta svarar þá:

Fyrst þarf væntanlega að skilgreina hvað það er nákvæmlega sem forsætisráðherra á að gera í næstu ríkisstjórn. Ég persónulega hef engan áhuga á að vera slíkur né hefur Helgi Hrafn langað í það embætti. Væri t.d. ekki Smári McCarthy flottur forsætisráðherra, mér sýnist hann hafa margt gott til að bera til að valda því embætti?

 

a852bda24135ae24894d058fbc3ddaeb_400x400

Birgitta spyr hvort Smári McCarthy geti ekki orðið forsætisráðherra?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu