fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

McCartney úti í skógi – og hópur af villisvínum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. júní 2016 12:01

Paul McCartney hlýtur að gleðjast yfir þessum fréttum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég játa, ég missti af leiknum í gær. Fór á tónleika með Paul McCartney í Berlín. Ég veit samt hvernig fór í leiknum – þetta voru ágæt býtti. Ætli fari ekki að koma að því bráðum að maður getur ekki séð upprunalegan Bítil á sviði.

Það var samt ekki að sjá á Paul sem lék við hvern sinn fingur. Hann verður 74 ára á laugardaginn. Spilaði ýmist á bassann sinn, tvö píanó, rafmagnsgítar og kassagítar. Hóf leik rétt rúmlega átta og hætti ekki fyrr en klukkan var langt genginn í ellefu. Þegar hann var búinn að syngja Live and Let Die og Hey Jude hélt maður að hann myndi hætta. En þá kom hann aftur og söng Yesterday, Hi Hi Hi og Birthday. Og aftur og söng þá Golden Slumbers og lokin á Abbey Road-svítunni.

Þetta voru afskaplega glaðir og kærleiksríkir tónleikar úti í skógi, í Waldbühne, sem er frábært útisvið, nokkuð austan við Ólympíuleikvanginn í Berlín. Það hafði rignt dálítið um daginn en veðrið var fullkomið meðan á tónleikunum stóð.

Ég er að verða gamall og viðkvæmur og játa að það birtust hjá mér tár á hvarmi þegar Paul söng Let it Be og líka þegar hann lék Something, lag félaga síns, Georges Harrison. Þessi tónlist hefur verið svo stór partur af lífi manns alveg frá blautu barnsbeini – við nánast hvert lag rifjast upp fólk, staðir og atvik.

Og svo er eitthvað við hana sem mér fannst sérlega mikilvægt í gær: Hún er full af gleði og kærleika; þarna er að baki frjó sköpun sem á sínum tíma viðurkenndi engin mörk, húmor, ég fattaði í gær hvað Back in the USSR er hrikalega fyndið lag – hún boðar ást og frið, og skammast sín ekkert fyrir það. Hlutir sem sárvantar í samtíma sem einkennist alltof mikið af hatri og reiði.

En svo er þetta mikið skóglendi að þegar við Kári vorum að ganga ásamt fleira fólki frá tónleikastaðnum komu allt í einu fjögur villisvín út úr skógarrjóðri, fóru yfir veginn og hurfu aftur meðal trjánna.

 

la-et-ms-paul-mccartney-tour-one-on-one-5-thin-001

 

Lögin sem McCartney spilaði í gærkvöldi: A Hard Day’s Night, Save Us, Can’t Buy Me Love, Letting Go, Temporary Secretary, Let Me Roll It, I’ve Got a Feeling, My Valentine, Nineteen Hundred and Eighty Five, Here There and Everywhere, Maybe I’m Amazed, We Can Work It Out, In Spite of All the Danger, You Won’ See Me, Love Me Do, And I Love Her, Blackbird, Here Today, Queenie Eye, New, The Fool on the Hill, Lady Madonna, FourFiveSeconds, Eleanor Rigby, Being for the Benefit of Mr. Kite, Something, Ob-La-Di, Ob-La-Da, Band on the Run. Back in the USSR, Let it Be, Live and Let Die, Hey Jude, Yesterday, Hi, Hi, Hi, Birtday, Golden Slumbers, Carry That Weight, The End.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“