fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Uppgangur hins popúlíska og þjóðernissinnaða hægris í Evrópu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. maí 2016 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York Times birtir athyglisverða samantekt um ris pópúliskra flokka á hægri væng í Evrópu. Þarna eru flokkar sem vissulega eru misjafnir að gerð, sumir eru einfaldlega mjög þjóðernissinnaðir, aðrir slá út í að vera ný-fasískir.

Uppgangur þeirra nú um stundir er einna mestur í fyrrum ríkjum kommúnistablokkarinnar, Póllandi og Ungverjalandi, en líka í hinu geysilega vel megandi Austurríki. Flokkar af þessu tagi hafa einnig sótt fram á Norðurlöndunum, en það er athyglisvert að þeim verður lítið ágengt á Ítalíu, Spáni og Portúgal. Ítalir fengu kannski nóg með sinn Berlusconi og óstjórn hans um langt árabil, en á Spáni og Portúgal lifa enn minningar um fasistastjórnir sem þar sátu fram á áttunda áratug síðustu aldar.

Grafið sem birtist í New York Times byggir á kosningaúrslitum í tuttugu löndum. Stóra yfirlitsmyndin lítur svona út, en nánari útfærslu má sjá í greininni sjálfri.

 

Screen Shot 2016-05-25 at 22.21.52

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti