fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Hvergi í heimi meiri áhrif af Airbnb en í Reykjavík

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. maí 2016 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilji maður íbúð yfir helgi í höfuðborg Íslands, lítilli borg með 122.460 íbúa, býður Airbnb upp á mörg þúsund möguleika. En ef maður leitar að íbúð til að búa árið um kring, gufa þessir möguleikar upp. Í nýlegri leit eina netsvæði borgarinnar sem býður upp á íbúðaleigu, leigulistinn.is, aðeins upp níu íbúðir í miðborg Reykjavíkur. Í allri borginni voru þær tuttugu og tvær talsins.

Þetta má lesa í grein sem blaðamaðurinn Kirsten V. Brown skrifar á vef sem nefnist Fusion. Í greininni segir hún að það sé næstum ómögulegt að finna íbúð til leigu í borginni. Hún rekur dæmi um fólk sem leigði húsnæði en var sagt upp leigunni með stuttum fyrirvara. Hún nefnir konu sem varð að yfirgefa íbúð undir því yfirskyni að veikur frændi eigandans gæti flutt inn. Nokkrum dögum síðar var íbúðin auglýst á Airbnb.

Kirsten V. Brown segir að miðað við íbúatölu séu meira en tvöfalt fleiri Airbnb íbúðir í Reykjavík en í Barcelona, San Francisco og Róm. Hún vitnar í tölfræði sem segir að fimm prósent af íbúðum í borginni séu í boði á Airbnb. Segir að tölfræðingur að nafni Tom Slee hafi farið yfir gögnin og komist að því að næstum helmingur af íbúðunum séu í eigu aðila sem leigi þær út í atvinnuskyni, ekki sé búið í þeim að öðru leyti. Þar kemur einnig fram að sumir aðilar hafi yfir meira en tíu íbúðum að ráða, einn meira en fjörutíu.

Reykjavík sé hugsanlega sú borg í heiminum þar sem áhrif Airbnb eru mest.

 

Screen Shot 2016-05-24 at 21.25.07

Þetta kort af Airbnb íbúðum í Reykjavík fylgir greininni á vefnum Fusion.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða