fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Guðni í meðbyr, Ólafur í mótbyr

Egill Helgason
Mánudaginn 2. maí 2016 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboð Guðna Th. Jóhannessonar virðist vera undir heillastjörnu.

Það birtast myndir af honum í fjölmiðlum þar sem hann er að gefa blóð. Hann er jafnan glaður og reifur og alþýðlegur.

Þetta er meira að segja blóð sem dugir fyrir ungabörn. Getur eiginlega ekki verið jákvæðara.

Jafnt og þétt byggist upp spenna fyrir framboðsfund hans á fimmtudag. Sjálfan uppstigningardaginn. En fjölmiðlarnir eru farnir að umgangast hann eins og frambjóðanda, þótt hann sé ekki búinn að tilkynna endanlega.

Á sama tíma er Ólafur Ragnar í vandræðum. Sá grunur er farinn að læðast að kjósendum að hann hafi ofmetið styrk sinn og eftirspurnina eftir sér. Það eru veikleikamerki í kringum hann.

Það kemur í raun lítið á óvart að frú hans, Dorritt Moussaieff, tengist aflandsfélögum. Ríkidæmi fjölskyldu hennar eru meira en Íslendingar hafa almennt gert sér grein fyrir. Dorritt hefur verið vinsæl meðal landsmanna, en í raun höfum við aldrei skoðað sérstaklega vel hver hún er. Hún hefur verið styrkur fyrir Ólaf, en kannski er það að breytast. Viðhorfin til auðæva sem eru geymd í fjarlægum deildum jarðar eru önnur nú en þegar þau Ólafur giftust 2003.

Svar Ólafs í viðtali við CNN þar sem hann margsagði „no, no, no“ aðspurður um aflandsfélög virkar nú vandræðalegt. Hugsanlega veit Ólafur ekkert um þessi félög – máski hefur hann enga innsýn inn í fjárhag Moussaieff fjölskyldunnar – en þessi nei munu samt enduróma í kosningabaráttunni. Ólafur er klókari en aðrir stjórnmálamenn en það er erfitt að sjá hvernig hann getur snúið stöðunni við.

Og einhvern veginn virkar það líkt og ekki verði auðvelt að finna höggstað á Guðna með sín fræðistörf og sitt glaðværa fas.

Um leið eru aðrir frambjóðendur að gleymast en þeir tveir. Fjölmiðlarnir eru farnir að ganga út frá því að þetta verði einvígi mili þeirra tveggja. Þannig er það í skoðanakönnun þar sem er spurt um hvernig myndi fara ef baráttan væri milli Guðna og Ólafs.

Ég er lélegur spámaður og veðja helst ekki – en eins og staðan er í dag sýnist mér Guðni vera líklegri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu