fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Viðhorfsvandamál gagnvart sköttum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér hefur margsinnis á síðunni verið vitnað í Friðrik Jónsson sem hefur ritað ýmislegt skynsamlegt um efnahagsmál, meðal annars í bloggi hér á Eyjunni. Friðrik skrifar á Facebook í morgun og er tilefnið greinar sem birtast í Morgunblaðinu í dag:

Partur af vandanum er líka ákveðið viðhorfsvandamál gagnvart skattinum sem m.a. hefur verið hamrað á sérstaklega sl. aldarfjórðung af ákveðnum pólitískum öflum. Það viðhorf endurspeglast bæði Staksteinum Morgunblaðsins í morgun og í opnugrein varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í sama blaði. Að skattar séu í reynd í grunninn ósanngjarnir, ill nauðsyn og mestmegnis fari í einhverja óskilgreinda „hít“ hins opinbera – en ekki að hið opinbera sé framlenging af okkur sjálfum.

En eins og Friðrik bendir á er skattkerfið í raun hannað til hagsbóta fyrir ríkt fólk og eignafólk og þá sem hafa tekjur af fjármagni:

Það er ósköp einfaldlega þannig að skattkerfið í dag er mun frekar hannað af tillitsemi við hátekju- og eignafólk. Þeir einu sem greiða alla sína skatta til fulls eru almennt launafólk, þ.m.t. opinberir starfsmenn. Smávægilegir plástrar á móti koma í formi ýmissa – yfirleitt tekjutengdra – bótamillifærslna eins og húsnæðis- og barnabóta. Hinir raunverulegu skattafslættir felast t.d. í mismunun á skattlagningu fjármagns- og launatekna. Tekjur eru tekjur eru tekjur og réttlæting núverandi aðgreiningar er ekkert annað en þæfingarþvoglumál.

Ef menn sannarlega meina eitthvað með því að vilja einfalda skattkerfið og auka gagnsæið þá væri kannski rétt að byrja á því að hætta að gera þennan greinarmun.

Launafólk hefur heldur engan aðgang að aflandsfélögum eða not af slíkri starfsemi. En þangað sækja fjármagnseigendur –sem þó er boðið upp á afar hagfellt skattaumhverfi í heimalandinu.

Vegna aflandsfélagaumræðunnar er kannski rétt að hafa í huga að um sumt er hér um stigs- en ekki eðlismun að ræða varðandi hina ríkjandi tilhneigingu þeirra sem aðstöðu hafa til að koma sér hjá, eða draga úr (mínimisera), eins og mest þeir geta og mega skattgreiðslur. Að setja sitt í aflandsfélag er sumpart svona fyrsta farrýmis uppfærsla frá viðskipta farrýmis útfærslunni sem felst t.d. í að ehf-a sjálfan sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi