fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Vetrarsólstöður, jólaljóð og raunir mandarínuunnandans

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. desember 2016 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag kukkan 10.44, þegar klukkuna vantar sextán mínútur í tíu, eru sjálfar vetrarsólstöðurnar, það er syðsta og lægsta staða sólarinnar á árinu. Eftir það fer daginn að lengja á ný. Þetta er hringrás himintunglanna og lífsins sem við mennirnir fáum að taka þátt í þá áratugi sem mannsævin er.

Það er kominn tími til að huga að jólunum, hátíð ljóss og friðar. Ég er í þeim hópi sem gerir það frekar með áhlaupi en með löngum og skipulögðum undirbúningi.

Það eru ýmis mikilvæg mál sem þarf að pæla í og eitt og annað smálegt sem bjátar á líka. Það er til dæmis voða erfitt að finna gjafir handa sumu fólki. Í því efni er eiginkona yfirleitt mesti hausverkurinn.

Svo eru spurningar eins og hvers vegna eru svona margar skemmdar og lélegar mandarínur í kössunum sem maður kaupir í stórmörkuðum? Þetta er sannkallað áhyggjuefni fyrir okkur mandarínuunnendur.

Og af hverju vaxa hýasinturnar svona hratt þegar þær eru komnar inn í stofuhita? Það er eins og þær vaxi strax úr sér – og af þeim kemur ekki sama lykt og í gamla daga. Hefur eitthvað verið átt við erfðaefnið í þeim? Fátt veit ég jólalegra en lykt af hýasintum.

Ég fór að fletta bók sem Gylfi Gröndal tók saman með íslenskum jólakvæðum – í leit að hinu dýpra jólaskapi. Uppáhalds jólakvæðið mitt hefur lengstum verið það sem heitir einfaldlega Jól og er eftir Stefán frá Hvítadal, byrjar svona:

Þau lýsa fegurst
er lækkar sól
í blámaheiði
mín bernsku jól.

En þarna rak ég líka augun í kvæði sem ég hafði ekki séð áður og er eftir Jón úr Vör, Desember er heiti þess, það fangar þennan árstíma sérlega vel:

 

Vetrarjómfrú
með langar fléttur,
rólur
handa englum

stráir örsmáum
rúsínum
á hlaðsteinana:

Kandíshjarta,
gullterta,
silfurkleina,
stjörnubjart
jólabrauð.

Uppi í
norðurljósaskýjunum
kindur á fjörubeit.

 

Hér fylgir svo falleg gömul jólamynd frá Reykjavík. Fólk á skíðasleða, ennþá grindverk kringum Austurvöll og jólatréð þar ekki ýkja stórt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“