fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Hvernig væri hægt að boða til nýrra kosninga?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. desember 2016 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú heyrist ekki hósti eða stuna frá forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Eru þeir búnir að gefast upp á að mynda stjórn? Farnir að undirbúa jólin?

Eða eru einhverjar þreifingar í gangi? Eins og staðan er finnst manni líklegt að ekki verði nein stjórn fyrr en á nýju ári.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks situr enn. Hún getur varla gert það miklu lengur, enda hefur hún ekki þingmeirihluta.

Það komu 32 nýir þingmenn inn á Alþingi í kosningunum í október. Líklega langar þá fæsta að missa sæti sín aftur eftir svo stuttan tíma.

En á einhverjum tímapunkti þarf að mynda stjórn, hvort sem það verður meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn – eða jafnvel utanþingsstjórn.

Síðasti möguleikinn er reyndar nokkuð fjarlægur, ekki hefur setið utanþingsstjórn á Íslandi síðan í heimsstyrjöldinni síðari, það var svonefnd Kóka-kóla stjórn.

Þarna er líka spurning um valdið til þingrofs og til þess að boða til nýrra kosninga, ef sú verður niðurstaðan. Vart er hægt að líta svo á að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi þetta vald núna þótt hann sitji sem forsætisráðherra til bráðabirgða.

Forseti Íslands getur tæplega rofið þing upp á sitt eindæmi.

Það yrði semsagt fyrst að koma saman stjórn sem hefði stuðning eða hlutleysi meirihluta þingheims, forsætisráðherra hennar gæti síðan rofið þing, boðað til kosninga, og ríkt fram að þeim.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu