fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Katrín talar um þjóðstjórn – en við erum enn í annarri umferð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. desember 2016 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum enn í annarri umferð stjórnarmyndunartilrauna, henni er ekki lokið. Bjarni Benediktsson móðgaði frænda sinn Benedikt Jóhannesson með því að rjúka burt og fara að tala við Vinstri græna. Upp úr því slitnaði eftir dálitlar þreifingar, en þá voru Benedikt og Óttarr Proppé farnir að funda með Pírötum og Samfylkingu.

Nú segir Benedikt að þau hafi öll verið of „fljót á sér“ í stjórnarmyndunarviðræðum – ber að skilja það svo að Vinstri grænum verði líka boðið að þessu borði? Að tekinn verði annar snúningur á fimm flokka stjórninni?

En Vinstri græn virðast vera mjög tvílráð – vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Katrín Jakobsdóttir, sem er farin að virka dálítið þreytt á þessu, talar um þjóðstjórn.

Eiga þá allir flokkar að vera saman eða flestallir? (Í einu ríkisstjórninni á Íslandi sem hefur fengið heitið þjóðstjórn fengu kommúnistar ekki að vera með eins og má lesa í grein eftir sjálfan forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson.)

Vandi Vinstri grænna er meðal annars sá að þau geta ekki fallist á hugmyndir Viðreisnar, BF, Samfylkingar og Pírata um uppboðsleið í sjávarútvegi og þau eru illa brennd á því að gefa eitthvert færi á nálgun við ESB.

Og þau leggja ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokki því þau óttast að þá verði uppreisn í liðinu – og svo er reyndar hitt að enn virðist enginn vilja vera með í slíkri stjórn nema þá Framsókn. Brúin milli VG og íhaldsins er semsagt einbreið.

Guðni forseti boðar formenn flokkana á sinn fund á morgun. Líklega fá þeir að klára aðra umferðina, en það er spurning hvort sú þriðja myndi breyta einhverju.

Það er hins vegar alltof snemmt að tala um stjórnarkreppu, ekki nema mánuður frá kosningum og engin vá fyrir dyrum þótt ríkisstjórn sé ekki mynduð strax.

Annars endaði Guðni þjóðstjórnargrein sína árið 2010 með svofelldum orðum:

…fátt virðist geta sameinað Íslendinga. Hitt gæti þó virst svipað að djarfra og einstæðra ákvarðana sé þörf. En hver á að gera hvað og hvenær?  Það er vandinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu