fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið-skýringin

Egill Helgason
Föstudaginn 4. nóvember 2016 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44584dcd2f-380x230_oÞað er mikið bollalagt um Samfylkinguna og skýringar á hruni hennar. Þær eru sjálfsagt margþættar, en ein skýring heyrist ekki sérlega mikið og er þó afar sennileg.

Þetta eru hin stóru áform sem Samfylkingin lagði upp með í ríkisstjórninni 2009. Þetta er „í draumi sérhvers manns er fall hans falið“-skýringin.

Aldrei hefur nein ríkisstjorn á á Íslandi sett sér jafn stóra verkefnaskrá og ríkisstjórnin sem tók við völdum vorið 2009. Þessi helstu mál voru runnin undan rifjum Samfylkingarinnar, VG hafði minni áhuga á þeim. Þau stærstu voru innganga í Evrópusambandið, uppstökkun fiskveiðistefnunnar og ný stjórnarskrá.

Þegar þessi vegferð hófst var Samfylkingin með 30 prósenta fylgi, hún var það reyndar líka þegar hún starfaði með Sjálfstæðisflokknum og var kannski ennþá „frjálslyndur umbótaflokkur“ eins og Össur orðaði það í gær.

Meðfram þessu þurfti að sinna verkefnum eins og að reisa Ísland við eftir efnahagshrun. Á þeim vegi voru ýmsar hindranir eins og endurreisn fallinna banka, Icesave, það þurfti að skera mikið niður, starfa með AGS, en ríkisstjórnin einsetti líka að standa nokkurn vörð um velferðarkerfið.

Banabiti Samfylkingarinnar eru þessi stóru plön – og að ekkert af hinum djörfu stefnumálum skyldi ganga eftir. Það var einfaldlega nógu mikið verkefni að hreinsa til eftir hrunið.

Samfylkingin hafði ekki styrk til að ná í gegn breytingum á kvótakerfinu, það var einfaldlega ekki hægt á þessum tímapunkti. Það var hún sem setti stjórnarskrármálið í gang en gat heldur ekki komið því í gegn, það voru alltaf kratar sem höfðu mestan áhuga á stjórnarskránni, en þegar upp var staðið gat flokkurinn heldur ekki fylgt því til enda – hann fékk það orð á sig að hann hefði gerst sekur um svik og missti fullt af stuðningsfólki. Þetta fólk kaus Pírata í kosningunum á laugardag.

ESB umsóknin er svo sérstakur kapítuli. Samfylkingin lagði svo mikið undir varðandi ESB umsóknina að andstæðingunum tókst að gera það að nánast viðteknum sanningum að flokkurinn stæði með alþjóðlegu auð- og fjármálavaldi en ekki með íslensku þjóðinni. Þannig að var beinlínis farið að tala um Samfylkinguna sem einhvers konar „landráðaflokk“. (Líklega hafa engir flokkar í seinni tíma stjórnmálum á Íslandi fengið jafn slæmt umtal og Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn á köflum.) En Samfylkingin gat ekki svarað þessu almennilega, það fór að fjara undan ESB málinu strax snemma á kjörtímabili stjórnarinnar, strax þá var orðið ólíklegt að Ísland færi í ESB, en Samfylkingin hélt málinu til streitu.

Sérhver vinstri stjórn, róttæk stjórn eða „umbótastjórn“ sem tekur við á Íslandi mun líklega horfa til þessa fordæmis. Ekki færast of mikið í fang.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið