fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Slitnar milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – tvístígandi VG

Egill Helgason
Mánudaginn 28. nóvember 2016 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er virðist líklegasta ríkisstjórnin vera Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð. En meirihlutinn er samt afar naumur og ágreiningsmálin nokkuð stór. Bjarni Benediktsson virðist hafa minna svigrúm til að gefa eftir en menn ætluðu í fyrstu. En þetta felur í sér að slitnar milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, hingað til hefur krafan um að Framsóknarflokkur færi með í stjórnarsamstarf verið býsna afdráttarlaus af hálfu Sjálfstæðismanna.

En Framsóknarflokkurinn fengi semsagt að róa. Viðreisn og Björt framtíð vilja ekki hafa hann með.

Menn eru samt tvístígandi. Bjarni er ekki búinn að gefa upp á bátinn möguleikann á að mynda stjórn með Vinstri grænum. Innan VG er ákveðinn vilji í þessa átt, en kjarni málsins er flokkurinn hefur fleiri en eina hlið. Annars vegar er landsbyggðarfólkið, menn eins og Steingrímur J. Sigfússon og Björn Valur Gíslason sem eru í talsambandi við útgerðina og Kaupfélag Skagfirðinga – eiga í raun ágæta samleið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn –  en hins vegar eru VG-arar á mölinni sem finnst algjör goðgá að vinna með Sjálfstæðisflokknum, líkt og það sé hreinlega andstætt eðli hans og innsta kjarna.

Það er erfitt fyrir Katrínu Jakobsdóttur að sætta þessi sjónarmið. Svo er líka spurningin hvaða flokkur ætti að fara með VG og Sjálfstæðisflokknum í stjórn. Framsókn kæmi auðvitað til greina, en það myndi líkjast því um of í augum VG-ara að þeir séu að ganga til liðs við rikisstjórn sem þeir hafa lagt fæð á. Það er ólíklegt, að minnsta kosti í þessari umferð, að Viðreisn/BF hefðu áhuga á slíkri stjórn – sem í þeirra röðum er kennd við „þjóðlegt íhald“.

Samfylkingin er líka möguleiki, það yrði nægur meirihluti á þingi, en sá flokkur er auðvitað í skrítnu ástandi. Logi Einarsson, hinn nýi formaður, situr í raun uppi með flokkinn í fanginu – hann er eini kjördæmakjörni þingmaðurinn, liðið hefur tvístrast eftir hinn beiska ósigur í kosningunum og það er eiginlega Loga að ákvarða hvert skal halda. Þátttaka í ríkisstjórn liggur kannski ekki beinast við – en hver veit?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei