fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Líklegasta ríkisstjórnin, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Viðreisn

Egill Helgason
Mánudaginn 3. október 2016 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir hafa látið sig dreyma um að eftir kosningar tæki við ríkisstjórn sem væri mynduð af Pírötum og stjórnarandstöðuflokkum og myndi hefja róttæka uppstokkun í íslensku samfélagi.

En satt að segja er þetta ekkert sérlega líklegt.

Það er mjög sennilegt að það verði Viðreisn sem ráði miklu um það eftir kosningar hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Í skoðanakönnunum stefnir Viðreisn í fylgi upp á 12-13 prósent.

Viðreisn gæti staði frammi fyrir valkostum. Að mynda ríkisstjórn fjögurra eða fimm flokka með Pírötum, Samfylkingu, Vinstri grænum og ef til vill Bjartri framtíð?

Eða, ef fæst nægur þingstyrkur sem er alls ekki ólíklegt, að ganga inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum?

Hvort er líklegra að Viðreisn velji – flokkur með Þorstein Pálsson, Þorstein Víglundsson, Benedikt Jóhannesson og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir innanborðs?

Þetta er allt fólk sem álítur sig mjög praktískt og raunsætt, það hefur alla ævi starfað á hægri vængnum og í félögum innan atvinnulífisins, hvort er líklegra að það velji tiltölulega stabíla hægri/miðju stjórn eða óvissuferð með Pírötum, Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy?

Þarf að spyrja?

Slík ríkisstjórn yrði undir forystu Bjarna Benediktssonar. Honum er stórútlátalaust að leyfa einhvers konar atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið sé áhugi fyrir hendi. Á tíma Brexit er þetta mál sem er komið lengst út á jaðarinn, en að einhverju leyti þarf að koma til móts við Viðreisn.

Foringi Framsóknarmanna í stjórninni yrði Sigurður Ingi Jóhannsson, en það yrði erfitt að ganga framhjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þegar úthlutað er ráðherraembættum. Hann er þrátt fyrir allt efsti maðurinn á lista flokksins í einu öflugasta kjördæmi hans og á marga ákafa fylgismenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?