fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Mikil óvissa – kemst Viðreisn í lykilstöðu?

Egill Helgason
Laugardaginn 29. október 2016 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fb_Óvissan í kosningunum er mikil. Margt bendir til þess að stjórnarflokkarnir fái betri kosningu en útlit hefur verið fyrir eftir hrakfarir í skoðanakönnunum – það gæti kannski nægt að bæta við Viðreisn til að fá meirihluta á þingi. Vel virtist fara á með Benedikt Jóhannessyni og frænda hans Bjarna Benediktssyni í sjónvarpinu í gær, en Viðreisn hefur samt neitað því að þetta komi til greina.

En hvað ef Björt framtíð bætist við? Gætu þessir flokkar á miðjunni farið saman inn í slíka stjórn? Þeir gætu líklega fengið mjög góðan díl – Bjarni Benediktsson er til í að gefa mikið eftir til að komast í stjórn og verða forsætisráðherra.

Lækjarbrekkustjórnin, VG, Píratar, Björt framtíð og Samfylking, lafir reyndar inni með nauman meirihluta í flestum skoðanakönnunum sem hafa birst. En lítið þarf til að breyta því. Það er til dæmis möguleiki að annað hvort Samfylkingin eða BF detti hreinlega út af þingi. Meirihluti upp á einn þingmann er varla nóg fyrir ríkisstjórn sem ætlar að standa í stórum kerfisbreytingum. Það þarf ekki nema einn þingmann til að taka allt liðið í gíslingu.

Það gæti farið svo að Viðreisn yrði komin í lykilstöðu eftir kosningarnar, hefði í raun í hendi sér hverjir gætu myndað stjórn. Viðreisn gæti auðvitað gengið til liðs við flokkana fjóra, en önnur leið sem hefur verið nefnd í er að Viðreisn veiti Lækjarbrekkustjórn hlutleysi í einhvern tíma. Viðreisn gæti þá fengið ýmislegt fyrir sinn snúð án þess að sitja í ríkisstjórn, en stjórnin fengi framgang fyrir nokkur stór mál, en hefði bundnar hendur í öðrum.

— — —

Styrmir Gunnarsson hefur manna lengst látið sig dreyma um „sögulegar sættir“, þ.e. samstjórn Sjálfstæðisflokksins og flokksins sem er yst til vinstri, áður var það Alþýðubandalagið og nú eru það Vinstri grænir.

Það er ekki furða að Styrmir stökkvi á orð Katrínar Jakobsdóttur í leiðtogaþættinum í gærkvöldi – raunar var það Össur Skarphéðinsson sem hjó eftir þeim. Katrín opnaði fyrir möguleikann að hafa ekki bara atkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið, heldur líka að í slíkri kosningu yrði borin fram spurning sem er meira almennt orðuð – þá um hina sjálfu aðild.

Styrmir telur þetta vera stórtíðindi sem myndi gera samstarf VG við Pírata Samfylkingu og VG ólíklegra, þessir flokkar geta aldrei fallist á að spurt sé beinlínis um aðild að ESB ef ekki liggur fyrir samningur til að spyrja um.

Össur segir að þarna sé VG að opna á ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það er nokkuð stór ályktun, og bendir kannski fyrst og fremst til þess að taugar séu þandar til hins ítrasta.

Það má samt nefna í þessu sambandið Bjarni Benediktsson sýndi rækilega á sér vinstri vangann í kosningaumræðunum í gær og gaf í raun grænt ljós á að fara að eyða meiri peningum í heilbrigðisþjónustu, velferðarmál og uppbyggingu innviða.

 

images

Bjarni Benediktsson er tilbúinn að gefa mikið eftir til að vera áfram í ríkisstjórn með sinn flokk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar