fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Eins og fólk sem hittist óvart á kaffihúsi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. október 2016 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið nú þegar  einn og hálfur sólarhringur er til kosninga, Ríkisstjórnin er kolfallin en Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína. Er hugsanlega að ná því fylgi miðað við aðra flokka að Guðni forseti getur ekki annað en afhent Bjarna Benediktssyni stjórnarmyndunarumboðið fyrstum.

Tekið skal fram að þetta miðar við skoðanakönnun sem birtist á Stöð 2 í kvöld.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið ansi kröftuga kosningabaráttu síðustu dagana og það er kannski ekki óeðlilegt að kjósendur halli sér status quo á síðasta spölinum. Það er þekkt.

Og svo er það þetta, þessi frétt, þessi mynd eftir Golla sem gæti jafnvel orðið táknmynd kosninganna. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja mynda ríkisstjórn koma saman út úr húsi í Bakarabrekku.

Þau eru eins og fólk sem kemur héðan og þaðan, hittist eiginlega af tilviljun á kaffihúsi, veit ekki hvert það er að fara næst. Vekur ekki sérstakt traust – í kosningabaráttu sem snýst mjög mikið um traust. Líkurnar á að vinstri stjórnin eða „umbótastjórnin“ sem þau var að ræða líti dagsins ljós eru ekki sérlega miklar. Náist meirihluti verður hann örþunnur.

Eða hvaða áhrif er þetta að hafa, sérstaklega á hina óráðnu? Líklega kemur þetta best út fyrir VG, enda er Katrín Jakobsdóttir sposk á svipinn. Hjá þeim er ótvíræð uppsveifla. Hin eru mjög óviss á svipinn.

 

screen-shot-2016-10-27-at-21-47-55

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin