fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Loftslagsbreytingar með augum mikils listamanns

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. október 2016 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Væntanlega er seinna í mánuðinum bók eftir ljósmyndarann Ragnar Axelsson, Rax. Bókin er stórkoslegt listaverk – en hún hefur líka gríðarlega þýðingu fyrir samtíma okkar. Rax hefur sérhæft sig í að taka myndir á norðurslóðum, bókin skiptist í þrjá kafla, myndir frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Rax hefur farið víðar um norðrið en flestir menn. Hann hefur ekki tölu á skiptunum sem hann hefur komið til Grænlands. Þar hefur hann farið í litlar byggðir veiðimanna sem margar hverjar eru að leggjast af. Meðfram þessu hefur hann skrásett þær gríðarlegu breytingar sem eru að verða vegna hlýnandi loftslags. Hann sýnir okkur heim sem er að hverfa og aðsteðjandi vá.

Nú er hann farinn að leita á aðrar slóðir til að skrá þessi miklu umskipti, hann ferðast um Síberíu eins og mátt sjá af aukablaði sem kom út með Morgunblaðinu í tilefni af Arctic Circle ráðstefnunni. Þar er jörð sem áður var slétt orðin ójöfn, holur myndast þar sem streymir upp gas – sífrerinn er að þiðna.

Við fjöllum um Rax og nýju bókina hans í Kiljunni í kvöld.

 

big

Ein af myndum Rax úr bókinni sem við fjöllum um í Kiljunni. „Stóri ísinn er veikur“, sagði gamall veiðimaður  á Grænlandi við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu