fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Hefði Viðskiptaráð skotið velferðarkerfið í kaf?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. október 2016 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Viðskiptaráð hefði verið til á síðustu öld, hefði það þá goldið varhug við almannatryggingum, heilbrigðiskerfi fyrir alla, jafnvel vökulögunum?

Það má velta þessu fyrir sér. Viðskiptaráð hefur talið það hlutverk sitt að vara ævinlega við því að fjármunum sé eytt í almannaþágu. Sennilega er ekki til þröngsýnni félagsskapur á Íslandi. En á móti má segja, maður veit svosem alltaf úr hvaða átt Viðskiptaráðið kemur.

Nú varar Viðskiptaráð sérstaklega við loforðum sem hafa heyrst fyrir kosningarnar, og tekur sérstaklega fyrir fyrirheit um að bæta heilbrigðiskerfið, hækka lífeyrisgreiðslur aldraðra og öryrkja og auka framlög til húsnæðismála.

Viðskiptaráði líst illa á þetta – telur það illa ígrundað. Stjórnmálamenn séu að gera sér bjarnargreiða með þessu. Flestir landsmenn eru líklega þeirrar skoðunar að þarna séu þjóðþrifamál sem þarf að ganga í með einum eða öðrum hætti. Fæstir eru þó svo skyni skroppnir að halda að allt verði lagað eða komist til framkvæmda á einu kjörtímabili.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar um þetta útspil Viðskiptaráðs á Facebook, mælir skynsamlega og með sögulegri dýpt sem einatt skortir hjá excel-fræðingum Viðskiptaráðsins:

Var að hlusta á Frosta hjá Viðskiptaráði áðan tala um kosnað við kosningaloforð. Margt gott og rétt í því sem hann sagði. Samanlagður kostnaður við þau er vissulega meiri en ríkissjóður ræður við á næsta kjörtímabili. Við þetta er tvennt að athuga:

1. Það er eilíft verkefni stjórnmálamanna að velja og hafna innan þess ramma sem tekjurnar gera kleift á hverjum tíma – verkefnin eru óþrjótandi. Það sem vantar er hins vegar að greina á milli þess sem er framkvæmanlegt í bráð og þess sem verður að flokka sem langtímamarkmið.

2. Það er hlutverk stjórnmálmanna að setja fram langtímamarkmið um það þjóðfélag sem við viljum búa í. Það hefði verið hægt að skjóta velferðarkerfið allt í kaf á sínum tíma þegar fyrstu hugmyndir um það voru settar fram (snemma á síðustu öld); það voru ekki til peningar til að uppfylla draumana. Þau þjóðfélög sem þó fetuðu þann veg eru þau sem í dag eru í efstu sætum á öllum alþjóðlegum velferðarkvörðum – þau framkvæmdu það ómögulega. Ísland er því betur ofarlega á öllum þessum listum. Þrátt fyrir allt!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin