fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Hinn ástsæli Halldór Pétursson – og síðasti eftirlifandinn af Dettifossi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. október 2016 00:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var að alast upp voru myndir eftir Halldór Pétursson allt í kring. Skopmyndir í blöðum, myndir af hestum á póstkortum, teikningar í námsbókum, myndirnar ógleymanlegu í Vísnabókinni og Skólaljóðunum.

Það var einhver hlýja í myndum Halldórs sem höfðaði til barna. Skólabækurnar urðu einhvern veginn miklu betri vegna teikninga hans. Ég vissi það reyndar ekki fyrr en ég fór að fjalla um Halldór í Kiljunni um daginn að hann var hámenntaður myndlistarmaður, hafði lært í Kaupmannahöfn og í New York þar sem hann dvaldi á stríðsárunum. Og þótt hann málaði hesta hafði hann lítinn áhuga á að sitja þá.

Hér má sjá innslagið um Halldór úr Kiljunni frá því í síðustu viku. Við hittum son Halldórs, Pétur Halldórsson, í tilefni af því að 30. september voru liðin 100 ár frá fæðingu föður hans. Pétur sýndi okkur eitt og annað úr hinu mikla safni hans.

 

screen-shot-2016-10-12-at-00-12-27

 

Kiljan er aftur á dagskrá í kvöld og efni hennar er mjög áhugavert. Við förum austur að Þingvallavatni með Gerði Kristnýju sem segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem gerist þar. Við fjöllum um nýtt sagnasafn eftir Gyrði Elíasson, förum til Vestmannaeyja og skoðum þar bækur og staði, og svo er það umfjöllun um hörmulegan skipsskaða 23. febrúar 1945.

Þá um morguninn grandaði þýskur kafbátur íslenska skipinu Dettifossi undan ströndum Írlands. Mikill mannskaði varð en skipið sökk á aðeins fimm mínútum. Við fáum í þáttinn Davíð Loga Sigurðsson sem nú hefur skrifað bók um þessa atburði og eina manninn sem eftir lifir af þeim sem björguðust. Það skýrist í þættinum, en rétt er að taka fram að hann var afar ungur þegar þetta gerðist.

 

deliverfile

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu