fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Ruglingslegar kosningar

Egill Helgason
Föstudaginn 30. september 2016 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hafa kosningar á Íslandi aldrei virkað ruglingslegri. Þættir í sjónvarpi þar sem birtast kvöld eftir kvöld fulltrúar ótal framboða gera stöðuna ekki beinlínis skýrari. Það er réttur allra að bjóða sig fram og láta rödd sína heyrast – en stundum er erfitt að greina tilganginn með framboðunum og gagnsemi þess að þau séu svo mörg.

Það er mikið kraðak á miðjunni – hugsanlegt er að aldrei hafi kosningar á Íslandi farið fram jafnlangt til vinstri. Bjarni Benediktsson nefnir reyndar skattalækkanir – en það er eins og af skyldurækni. Um suma af hinum má segja að maður fattar ekki hvað þeir eru að bisa við að vera með sína eigin flokka – og alla svo smáa að vonlítið er að þeir hafi nokkur áhrif.

Annars snýst umræðan mest um formannskjör í Framsóknarflokknum. Ekki beint af því það er áhugavert í sjálfu sér, heldur aðallega af því þetta er bíó. Við vitum flest að við ættum að vera að hugsa um eitthvað mikilvægara – kannski alvörumál sem varða framtíð okkar allra? En við getum ekki hætt að horfa. Orkusviðið í kringum Sigmund Davíð er þannig að hann sogar til sín athygli. En það er ekki víst að þetta sé hollt.

Sjálfstæðisflokkurinn reynir að bjarga kynjamálunum í horn með því að hefja Bryndísi Haraldsdóttur upp í annað sæti listans í Kraganum. Bjarni Benediktsson mun hafa náð þessu fram af eigin rammleik. Vilhjálmur Bjarnason er mjög fúll, enda dettur hann líklega af þingi. Hermt er að Jón Gunnarsson hafi samþykkt tilfæringarnar gegn fyrirheiti um að hann fái kannsi að verða ráðherra.

Annars er staðan þannig hjá Bjarna að fólkið sem er í efstu sætum Viðreisnar er í rauninni miklu nær því að vera af hans sauðahúsi en frambjóðendurnir á listum Sjálfstæðisflokksins. Þetta er upp til hópa praktískt, nokkuð áferðarfallegt fólk sem hefur tengsl við atvinnulífið. Þetta gerist á sama tíma og þungaviktin sem eitt sinn var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fólk sem hafði alvöru pondus, virðist nánast alveg horfin.

Píratarnir, sem áttu jafnvel að taka við völdum eftir kosningarnar, virðast vera að bráðna niður. Píratarnir eru komnir í vörn í stað þess að sækja fram. Helgi Hrafn Gunnarsson, þeirra besti maður, sá sem naut mests álits hjá kjósendum, gafst upp á stjórnmálavafstrinu. Það er að reynast afdrifaríkt. Píratar vilja ekki miðstýringu, þannig að það er svosem engin furða að miðjan skuli ekki halda hjá þeim. En ringulreiðin sem ríkir hjá þeim nú er annars eðlis. Kjósendum er hætt að lítast á blikuna og líklegt að Píratar stefni niður í 15 prósentin. Það er í sjálfu sér viðunnandi árangur en langt frá því sem hefur verið í kortunum síðasta árið.

Það er kannski ekki furða að svo margir kjósendur hafi ekki gert upp hug sinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur

Eins milljarðs gjaldþrot Frostfisks ehf. – Rúmar 440 milljónir fengust upp í kröfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“