fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Lilja talar fyrir umburðarlyndi í flóttamannamálum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. september 2016 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnugir mosku-upphlaupsins fyrir síðustu kosningar hafa ýmsir orðið til að spá því að Framsóknarflokkurinn myndi að endingu fara út á svipaða braut fyrir þingkosningar – að hann myndi feta hinn þjóðernispopúlíska stíg. Einn þeirra sem hefur gert þessu skóna er Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur.

Nú eru sex vikur til kosninga og enn bólar ekki á neinu slíku frá Framsóknarflokknum. Það má reyndar benda á að orðræða Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra, sem er jafnvel talin vera leiðtogaefni í flokknum (gæti hugsanlega orðið formaður sem málamiðlun milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga) stefnir í allt aðra átt.

Lilja ávarpaði leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn og farandfólk í gærkvöldi og má segja að hún hafi talað á nótum frjálslyndis og umburðarlyndis.

Samkvæmt grein sem birtist á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna sagði Lilja að fólksflutningar væru ekki slæmir í eðli sínu, heldur hefðu mörg samfélög nútímans orðið til við umfangsmikla fólksflutninga. Hún sagði að ekki væri hægt að tala um flóttamannamál án þess að grafast fyrir um rætur vandans og um nauðsyn að tryggja réttlátan ramma utan um flutninga fólks.

Ég stend hér sem utanríkisráðherra Íslands vegna þess að fyrir ellefu hundruð árum, lögðu hópur norrænna karla og kvenna í hættulega langferð í leit að betra lífi. Ísland, algjörlega óbyggð eyja, varð nýtt heimili þeirra.

Í skoðanakönnun sem Ríkisútvarpið lét gera kom fram að það eru ekki margir kjósendur sem telja að innflytjendamálin séu sérlega mikilvæg. Þau voru mjög neðarlega á listanum, aðeins 1 prósent taldi að þau væru þýðingarmesta kosningamálið. Þetta er býsna ólíkt því sem er í mörgum nágrannalöndum okkar þar sem innflytjendamál tröllríða allri umræðu. Íslenska þjóðfylkingin býður fram í kosningunum og getur sjálfsagt sótt einhver atkvæði út á málflutning sinn – líklega fáein prósent. Aðrir flokkar sýnist manni ætla að fara gætilega í þessum málum, að minnsta kosti er ekkert komið fram enn sem bendir til annars.

 

Lilja_ræða_á_þingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu