fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

„Hefði rústað kosningabaráttu Pírata“

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. september 2016 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum á leið í kosningar. Það hefur verið talið að þær muni helst snúast um heilbrigðis- og velferðarmál og húsnæðismál (þ.m.t. vaxtaánauðina). Þetta hafa virst ætla að verða helstu kosningamálin. En svo hafa menn nefnt kvóta og stjórnarskrá.

En nú er búvörusamningur allt í einu aðalmálið. Landbúnaðarkerfið. Það er meira að segja komin í gang áskriftasöfnun þess efnis að fá Guðna forseta til að neita að staðfesta samninginn. Hún verður sjálfsagt í gangi fram í næstu viku, þá kemur í ljós hvort hún nær einhverju flugi eða fjarar út.

Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi reyndust vera meðvirkir gagnvart samningnum, annað hvort greiddu þeir atkvæði með eða sátu hjá – utan Björt framtíð sem kaus á móti.

Það hefur löngum reynst erfitt að hrófla við landbúnaðarkerfinu á Íslandi – og það á við um fleiri kerfi sem við komum okkur upp. Kerfin vaxa okkur yfir höfuð; hagsmunirnir eru feikisterkir og tregðulögmálin ríkjandi.

En hvers vegna greiða stjórnarandstöðuflokkarnir, sem í orði kveðnu eru á móti búvörusamningnum, ekki atkvæði gegn honum?

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði og áhrifamaður í röðum Pírata, skrifar hreinskilnislega:

Að greiða atkvæði gegn samningnum án þess að hafa aðra heilstæða og þingtæka tillögu hefði rústað kosningabaráttu Pírata í þremur kjördæmum af sex.

Auðvitað er þetta sennileg skýring. Flokkarnir eru hikandi við að fara í kosningabaráttu í dreifbýlu kjördæmunum og þurfa þar að ræða landbúnaðarmálin. Þá langar afskaplega lítið að þetta verði að kosningamáli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu