fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Steingrímur efstur, svo Össur og næst Guðlaugur Þór

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir í viðtali við RÚV að það sé ekki til góðs hversu mikil endurnýjun hefur orðið á þingmönnum í síðustu kosningum. Einar er sjálfur að hætta á þingi, hann hefur setið þar síðan 1991. Nú stefnir aftur í mikla uppstokkun á þingheimi.

Ég er ekki að hnýta í einstaklinga sem hlutu kjör eftir þessar kosningar þegar ég segi að ég tel þetta ekki þinginu til góða og er hluti af vandanum sem þingið hefur glímt við – þessar gríðarlega miklu breytingar sem orðið hafa á skipan þingmanna.

Það er athyglisvert í þessu sambandi að sjá starfsaldur þingmanna. Útlit er fyrir að ef kosningaúrslit verða í samræmi við helstu skoðanakannanir að Steingrímur J. Sigfússon hafi langlengstan starfstíma. Hann hefur verið á þingi síðan 1983, eða í 33 ár, og er ekkert fararsnið á honum. Steingrímur nálgast nú Jóhönnu Sigurðardóttur sem sat á þingi í tæp 35 ár, en hann á dálítíð í land að ná meti sjálfstæðismannsins Péturs Ottesen sem var þingmaður í næstum 43 ár.

Á eftir Pétri komu Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Gunnar Thoroddsen og Lúðvík Jósefsson. Allt karlar, við getum jafnvel sagt patríarkar, sem sátu lengi á Alþingi – á tíma þegar miklu meiri virðing var borin fyrir þingsetu en nú. Og allir urðu þeir ráðherrar og höfðu mikil völd. Þetta voru menn sem fólk beygði sig og bukkaði fyrir.

Það er dálítið annar tími í þinginu nú, það er almennt talað um að þingmennska sé lélegt starf, illa borgað og lítt eftirsóknarvert. Fólk sem er komið í þokkalega góða stöðu í samfélaginu býður sig sjaldnast fram til þingmennsku – með örfáum undantekningum. Það er einfaldlega talin of stór fórn, of áhættusamt.

Næst á eftir Steingrími af þeim sem vilja halda áfram er Össur Skarphéðinsson. Það er auðvitað ekki víst að hann nái kjöri, en verður þó að teljast líklegt. Össur hefur setið á þingi síðan 1991. Það er sama ár og Davíð Oddsson var að byrja sem forsætisráðherra.

Svo eru næst þar á eftir þingmenn sem stefna að endurkjöri, en þó er ekki alveg víst að þeir nái því allir. Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Helgi Hjörvar – þessir fjórmenningar voru kjörnir á þing 2003.

Guðlaugur Þór mun þá væntanlega hafa þriðja lengsta starfstímann á þingi, því hann kom nokkrum sinnum  inn sem varamaður árin 1997 og 1998.

Ef bætt er við Katrínu Jakobsdóttur, Höskuldi Þórhallssyni og Ragnheiði E. Árnadóttur er upptalinn listi þeirra sem voru á þingi fyrir hrun og vilja halda áfram. Semsagt í mesta lagi níu þingmenn sem tóku sæti fyrir hrunið verða áfram á næsta þingi – líklega færri.

Það sýnir líka hvað þingið er ungt að enginn ofantaldra þingmanna, sem þó hafa þennan starfsaldur, er kominn yfir fimmtugt – nema Steingrímur og Össur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu