fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Jarðskjálftar og spilling á Ítalíu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðfræðingurinn Haraldur Sigurðsson skrifar um jarðskjálftana á Ítalíu og þá staðreynd að þeir valdi svo miklu mannfalli og svo miklum skemmdum. Haraldur segir að búið sé að setja strangar reglur á Ítalíu um húsbyggingar svo verjast megi jarðskjálftum og einnig hafi verið gert átak í að styrkja gamlar byggingar. En allt kemur fyrir ekki, segir hann. Eitt stærsta vandamál Ítalíu sé að lögum og reglum sé ekki fylgt – og svo er það auðvitað spillingin:

En ekkert er gert, reglum ekki fylgt og menn yppa bara öxlum, með stæl. Peningarnir hverfa í vasa spilltra stjórnmálamanna eða verktaka tengdum mafíunni. Af þeim sökum er hver einasti jarðskjálfti einn nýr harmleikur, sem ekkert er lært af. Og um leið hverfur af sögusviðinu merkileg forn byggð og dýrmætar minjar um forna frægð. Milljónir evra höfðu til dæmis verið veittar til að styrkja og verja sjúkrahúsið í Amatrice gegn jarðskjálfaskemmdum, en ekkert var gert og peningarnir horfnir. Nú er sjúkrahúsið rústir einar. Forna borgin Aquila er enn í rústum eftir jarðskjálftann árið 2009 (6,3 af stærð) og ekkert aðhafst þátt fyrir milljóna fjárveitingar. Spilling, skipulagðar glæpahreyfingar, ríkið og Páfagarður: þetta er ótrúleg blanda, sem kemur engu í framkvæmd nema illa fengnum auð í fáa einkavasa. Ég syrgi hina fögru Ítalíu, en ber um leið takmarkaða virðingu fyrir fólkinu, sem reynir ekki að hrista af sér þetta gjörspillta pólitíska kerfi.

En þess má geta fyrir áhugafólk um spillingu og upprætingu hennar að Ítalir gengu í gegnum tímabil sem kallaðist Mani Pulite, sem útleggst hreinar hendur. Þetta varð svo víðtækt að gamlir stjórnmálaflokkar liðu undir lok, eins og Kristilegir demókratar, og er þetta talið marka endalok Fyrsta lýðveldisins svokallaða á Ítalíu árið 1994.

Niðurstaðan var samt sú á endanum að fjölmiðlamógúllinn Silvio Berlusconi komst til valda – og í kringum hann skorti ekki spillingu eða vanhæfni. Á tíma Berlusconis hófst stöðnunarskeið á Ítalíu sem stendur enn. Hann reyndist engu skárri en þeir sem á undan komu, líklega aðeins verri. Berlusconi gerði út á múgheimsku og fáfræði.

En spilling í kringum byggingaframkvæmdir og verktöku er ekki ný af nálinni á Ítalíu. Hér er kraftmikil byrjunin á kvikmyndinni Le mani sulla citta (Hendur yfir borginni) eftir Francesco Rosi frá 1963, frægri mynd á sínum tíma.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu