fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Ómöguleiki þess að mynda stjórn með Pírötum? Hin erfiða krafa um stutt kjörtímabil

Egill Helgason
Föstudaginn 5. ágúst 2016 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmyndun með Pírötum gæti reynst erfið og jafnvel ómöguleg.

Maður gengur út frá því að Píratar séu mjög prinsíppfastur flokkur. Stefnan er ákveðin í hópefli á netinu. Þingmenn hafa varla neitt svigrúm til að hvika frá henni. Það gæti reynst býsna erfitt að setjast niður með Pírötum eftir kosningar og ætla að fara að gera hefðbundnar málamiðlanir eins og hafa ætíð tíðkast við myndun meirihlutastjórna á Íslandi. Þessar málamiðlanir eru ekki vinsælar, en þær eru líkt og inngrónar í stjórnmálamenninguna hér.

Helsti ásteytingarsteinninn sem blasir við er ef Píratar halda því til streitu að næsta kjörtímabil eigi að vera stutt og snúast aðallega um að koma í gegn nýrri stjórnarskrá. Fari Píratar með þessa kröfu á oddinum í kosningabaráttu er væntanlega ómögulegt fyrir þá að bakka eftir kosningarnar – án þess að svíkja sjálft eðli hreyfingarinnar.

En aðrir flokkar geta varla sætt sig við þetta. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sem er talin einna líklegust til að verða forsætisráðherra eftir kosningarnar, er býsna afdráttarlaus í samtali við Mbl.is:

Við höf­um bara ekki séð nein sér­stök rök fyr­ir því að stytta kjör­tíma­bilið. Við höf­um al­veg verið til­bú­in til að taka þátt í áfram­hald­andi vinnu við stjórn­ar­skrána og ljúka henni en höf­um ekki endi­lega séð rök­in fyr­ir því að semja þurfi um sér­stak­lega stutt kjör­tíma­bil vegna þess.

Það er í raun mjög ólíklegt að VG og Samfylkingin – né aðrir flokkar – vilji breyta neinu varðandi lengd kjörtímabilsins fyrir kosningar. En munu Píratar þá íhuga að hrófla við þessari kröfu sinni?

Eins og áður segir virðist næsta óhugsandi að þeir geri málamiðlun um þetta eftir kosningarnar – er mögulegt að aðrir flokkar geri það? Slíkt myndi auðvitað draga mjög úr möguleikum þeirra að ráðast til dæmis í úrbætur í heilbrigðis- og húsnæðismálum sem krefjast tíma og undirbúnings.

Þess er svo að geta í leiðinni að bæði Katrín Jakobsdóttir og Oddný Harðardóttir hafa lýst því yfir að flokkar þeirra fari ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri flokkarnir ganga semsagt ekki „óbundnir til kosninga“. Þá er varla um að ræða annað en að vinna með Pírötum ef takast á að mynda meirihlutastjórn – nema að raunin yrði minnihlutastjórn. Það virðist ekki alveg óhugsandi.

 

8dc7bec0e7-414x230_o

Birgitta Jónsdóttir hefur margítrekað að enginn afsláttur verði gefinn varðandi stutt kjörtímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“