fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Rorschach prófið og fréttaflutningur frá Florida

Egill Helgason
Mánudaginn 13. júní 2016 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linnulaus fréttamiðlun í gegnum internetið, sjónvarpsstöðvar sem senda út fréttir allan sólarhringinn, sívirkir samskiptamiðlar – allt gerir þetta að verkum að felldir eru stórir og þungir dómar um atburði sem lítið er vitað um.

Það er líkt og allt þurfi að túlka undir eins og hver verður að ota sínum tota – menn keppast beinlínis um það.

Margaret Sullivan skrifar pistil um skotárásina í Orlando í Flórida í Washington Post. Hún lýsir því hvernig menn beinlínis hrapa að ályktunum út um allt – og það áður en staðreyndir málsins eru orðnar ljósar.

Stax var farið að geipa um hvort þetta væri hryðjuverk, hatursglæpur eða hvort þetta væri ófullkomnum byssulögum að kenna, segir hún. Þá var ekki einu sinni komið fram hversu mannfallið væri mikið.

En fjölmiðlarnir þurfa að fylla upp tíma sinn og rúm – sem núorðið er nær óseðjandi. Sullivan segir fjölmiðlarnir þurfi að hugleiða alvarlega hvernig þeir eigi að flytja fréttir af atburðum sem þessum – svo þeir útskýri þá, segi frá staðreyndum, fremur en að notfæra sér þá með endalausum vangaveltum sem fljótt leysast upp í pólitík og ásakanir.

Sullivan segir í upphafi greinarinnar að þarna höfum við fréttaviðburð sem Rorschach-próf. Þetta eru próf sem notuð eru í sálfræði og byggjast á að sýna myndir, einhvers konar blekklessur, og biðja fólk um að nefna það fyrsta sem því dettur í hug.

 

ror1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu