fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Frambjóðandi sem getur höfðað til miðjunnar, vinstri og hægri

Egill Helgason
Föstudaginn 6. maí 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á óvissu- og átakatímum í pólitík.

Eitt einkenni þess er að menn feykjast upp í há embætti sem þá eða aðra hefði aldrei órað fyrir að þeir myndu gegna. Þeir sem hafa hins vegar sóst lengi eftir slíkum stöðum, kannski haft auga á þeim frá ungum aldri, koma ekki til álita.

Grínistinn Jón Gnarr verður borgarstjóri. Háskólaneminn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður forsætisráðherra. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson verður ef til vill forseti.

Hann hafði ekki einu sinni verið orðaður við embættið fyrir rúmum mánuði!

Nú er svosem ekki gefið að Guðni vinni Ólaf Ragnar – en framboð hans ber upp á sama tíma og forsetinn til tuttugu ára er í veiklaður vegna uppljóstrana um fjármál eiginkonu hans. Kannski er þetta eitthvað sem hefði getað komið fram fyrr – en þá voru menn ekki að spyrja. Þetta er eitthvað sem ekki var hægt að sjá fyrir; tíðarandinn hefur breyst. Eiginkona sem var forsetanum mikill akkur er nú orðin akkilesarhæll.

Hitt er svo merkilegt við Guðna að hann virðist höfða til fólks alls staðar á pólitíska litrófinu. Maður heyrir af vinstra fólki sem vill kjósa hann, miðjumönnum, framsóknarmönnum, fólki hægra megin, sjálfstæðismönnum.

Það er dálítið óvenjulegt á átakatímum eins og þessum að finna frambjóðanda sem getur höfðað til fólks með svo ólíkar stjórnmálaskoðanir. Manni dettur helst í hug Kristján Eldjárn árið 1968. Það gleymist stundum að margt fólk af hægri væng studdi Kristján.

Guðni virðist nánast þurrka út fylgi Andra Snæs Magnasonar og hann gerir sig líklegan til að höggva mjög í raðir fylgismanna Ólafs Ragnars – eða þeirra sem hefðu endað með að kjósa hann enn einu sinni.

Svo má heldur ekki gleyma þeim sem munu fyrst og fremst kjósa á móti Ólafi Ragnari, velja hvern þann sem er líklegastur til að koma honum frá. Ef marka má umræður á internetinu er það eigi alllítill hópur. Ólafur Ragnar hefur jú afrekað það á ferli sínum að skipta um fylgissveit. Hann var kosinn af vinstra fólki 1996, en í síðustu kosningum kom fylgi hans einkum frá hægri.

Hrifning sjálfstæðismanna af honum hefur þó alltaf verið mjög blendin. Þeir hafa ekki haft djúpa sannfæringu fyrir kostum Ólafs.

 

538038234_1280x720

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?