fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar með sama fylgi í könnun og í síðustu kosningum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MMR birtir könnun um fylgi frambjóðenda í forsetakosningum. Tölurnar eru áhugaverðar, og kannski ekki síst fyrir hvað þær eru líkar kosningaúrslitunum 2012.

Í könnuninni er Ólafur Ragnar Grímsson með 52,6 prósent, hann fékk 52,8 prósent í kosningunum.

Andri Snær Magnason er með 29,4 prósent í könnuninni, Þóra Arnórsdóttir fékk 33.2 prósent í kosningunum.

Halla Tómasdóttir er með 8,8 prósent í könnuninni, en Ari Trausti Guðmundsson var með 8,6 prósent í kosningunum.

Þarna eru vitaskuld einungis mældir frambjóðendur sem eru komnir fram, ekki þeir sem eru að hugsa málið. En staða Ólafs Ragnars er fjarska sterk. Enginn þeirra frambjóðenda sem eru komnir fram eru líklegur til að ógna honum að marki.

Það kemur fram að fylgi Ólafs er hlutfallslega meiri meðal þeirra sem búa á landsbyggðinni, hafa minni menntun og lægri tekjur.

Þetta þýðir einfaldlega að sá sem ætlar að sigra Ólaf þarf að leggja langt út á þjóðardjúpið.

Guðni Th. Jóhannesson er enn að velta vöngum yfir því hvort hann eigi að bjóða sig fram. Hann er mun líklegri að taka fylgi frá Ólafi en Andri Snær. Hann myndi ábyggilega taka fylgi frá Andra Snæ líka.

En ef við gefum okkur að Guðni hafi víðari skírskotun en Andri, gæti náð í svo mikið fylgi að Ólafi væri ógnað, þyrfti þá ekki Andri Snær að draga framboð sitt til baka á einhverjum tímapunkti – þ.e. ef á að takast að fella Ólaf?

En er líklegt að hann væri til í það? Og svo er auðvitað ekki víst að það myndi virka heldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi