fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Finnið Finn, vandræði ÓRG, siðbótarkrafa Vilhjálms

Egill Helgason
Mánudaginn 25. apríl 2016 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Finnið Finn“ hefur löngum verið sagt, og þá er átt við Finn Ingólfsson, stjórnmálamanninn sem fór frá því að vera ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn yfir í það að vera Seðlabankastjóri og svo yfir í að vera auðmaður á undraskömmum tíma.

Nú er Finn að finna í Panamaskjölunum – og kemur satt að segja ekki sérstaklega á óvart. Hér er gömul mynd af Finni og félaga hans.

finnurolafur

 

Ýmislegt fleira er að finna í því mikla uppgjöri sem stendur yfir þessa dagana. Nafn Ólafs Ragnars Grímssonar er tengt við aflandsfélag.

Það verður þó að segjast eins og er að það er ekki alveg víst að Ólafur Ragnar hafi vitað sérlega mikið um félög sem voru í eigu tengdaföður hans og tengdamóður. Tengdafaðirinn, Schlomo Moussaieff, lést í fyrra og var að mörgu leyti ævintýralegur náungi – og margt mjög dularfullt í sögu hans. Hann safnaði forngripum, beitti stundum aðferðum sem teljast í hæsta máta vafasamar, og seldi skartgripi og auðgaðist mjög.

Þetta veikir stöðu Ólafs vissulega, en samt er spurning hvort þetta telst ekki vera það sem heitir á ensku heitir guilt by association.

Og svo er það Vilhjálmur Þorsteinsson sem sagði af sér um daginn sem gjaldkeri Samfylkingarinnar, heimtaði afsökunarbeiðni frá Eyjunni vegna umfjöllunar um sig og dúkkar nú upp í Tortólapappírum.

Vilhjálmur hefur upp á síðkastið staðið fyrir utan Alþingishúsið, lamið tunnu, og heimtað siðbót í samfélaginu og að ríkisstjórnin fari frá. Verður að segjast eins og er, þetta er einkar vandræðalegt.

 
Screen Shot 2016-04-25 at 20.53.18

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi