fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Lögreglan tapar trausti – en hvernig stendur á frétt Fréttablaðsins?

Egill Helgason
Mánudaginn 9. nóvember 2015 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega eitthvað hræðilega vont við að sama dag og maður er dæmdur í gæsluvarðhald næstu vikuna fyrir að stela smávegis af fötum úr búðum, skuli tveir menn sem eru grunaðir um alvarleg kynferðisbrot komast af landi brott vegna þess að þeir voru ekki dæmdir í gæsluvarðhald. Þar fór lögreglan ekki einu sinni fram á gæsluvarðhald.

Jú, þetta er í raun blöskranlegt – maður man varla til þess að íslensk lögregla hafi náð að fyrirgera trausti sínu jafn hrikalega og á jafn skömmum tíma. Þetta er á tíma þegar sú tilfinning er mjög sterk í samfélaginu að slælega sé tekið á kynferðis- og ofbeldisbrotum.

Að hluta til virðist vandinn líka liggja í lélegum samskiptum lögreglunnar við borgarana og fjölmiðla – þau hafa farið hríðversnandi síðan nýr lögreglustjóri tók við í Reykjavík. Þar virðist skorturinn á fagmennsku og skilningi á eðli nútímafjölmiðlunar vera algjör. Það er betra fyrir lögregluna að svara spurningum, en að eiga á hættu að breiðist út alls kyns sögusagnir. Stundum þarf ekki annað en að segja já eða nei, að eitthvað sé satt eða ósatt. Það er ekki nóg að tjá sig bara í huggulegum statusum á Facebook.

Að því sögðu þarf líka að brýna fyrir fjölmiðlum að fara ekki fram með óstaðfestar fréttir eða fréttir sem gætu verið sannar – en gætu kannski fallið ef upplýsingarnar væru betri. Freistnin til þess er mun meiri nú þegar keppt er um smellina á internetinu og hægt að birta fréttir á augabragði – sem aðrir gætu kannski náð. En þetta er veruleiki sem lögreglan verður líka að skilja og kunna á.

 

1461563_944909808910088_4937485574442904176_n

 

Yfirmaður á lögfræðiskrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu segir að þessi frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sé „orðum aukin“. Íbúðin hafi ekki verið „sérútbúin“. Hvernig er fréttin tilkomin og hefði verið hægt að nálgast upplýsingar hjá lögreglunni sem hefðu komið í veg fyrir birtingu hennar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn