fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

James Bond, enn einu sinni

Egill Helgason
Föstudaginn 6. nóvember 2015 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er tími til að tygja sig á James Bond. Maður verður víst í hópnum sem hleypur til strax í kvöld og fer á nýju myndina, Spectre.

Kannski ætti maður að vera búinn að fá nóg af Bond? Við fjölskyldan höfum verið að horfa á gamlar Bondmyndir undanfarið – þær eru flestar frámunalega hallærislegar.

Fyrst og fremst eru þær skemmtilegar sem ákveðin heimild um tíðaranda og hvað menn gátu leyft sér – karlremba gömlu Bonadanna er ekki bara pínleg og ófyndin, heldur er Bond líka með ólíkindum hallærislegur þegar hann fer að romsa upp úr sér árgöngum af víni sem honum er boðið.

Núorðið yrði svona manni vísað út úr öllum partíum. Hann væri bara einn úti á götu mænandi upp í glugga.

Stóru atriðin undir lok myndanna eru líka fjarskalega úrelt. Hver hefur gaman af að horfa á óralangt atriði þar sem kafarar eru að berjast – af einhverjum ástæðum eru kafarar mjög áberandi í eldri Bondmyndum. Þótti köfun svona smart á þeim tíma? Langdregnar skíðasenur eru ekki miklu skárri, en það má svosem hafa gaman af illmennum sem henda fólki, aðallega samstarfsmönnum sínum, fyrir hákarla- eða píranafiska.

Vondu karlarnir í Bondmyndunum eiga það sameiginlegt að vera í skrítnum og púkalegum búningum, þeim er mjög illa við kraga, þeir er lélegar skyttur, þeir þurfa of mikið að tala þegar þeir ættu að framkvæma, þeir eru haldnir sýndarmennsku sem kemur þeim í koll og plönin þeirra eru svo flókin að þau misheppnast alltaf.

Það vottar ekki fyrir spennu í gömlum Bondmyndum.

Daniel Craig er ekki alveg á þessari línu. Hann er Bond sem er haldinn efasemdum, virkar stundum svo þunglyndur að manni finnst að hann þyrfti að fá sálgæslu eða áfallahjálp. Það var ekki hægt að segja um ábyrgðarlausu flagaratýpuna sem Sean Connery og Roger Moore gengust upp í. Það er meira að segja sagt að Craig sjálfur sé femínisti og utan tjalds hefur hann lýst Bond sem kvenhatara. Mér hefur aðallega þótt há honum í hlutverkinu að hann er pínu leiðinlegur – boring eins og það heitir á ensku.

Samt fer maður á þessar myndir og horfir á þær aftur og aftur – ég hef reyndar komist að því í seinni tíð að sumar þeirra er ágætis svefnmeðal. Ég hef bæði sofnað yfir Bond í bíó og sjónvarpinu, en kannski er það líka ellimerki.

 

dr_no_xlg

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn