

Það kennir ýmissa grasa í skýrslu OECD um heilsufar í ríkjum víðsvegar um heim sem kemur út undir heitinu Health at a Glance. Ísland kemur á flestum sviðum þokkalega út og það er náttúrlega alltaf gott að vita að hér er minnstur barnadauði í heimi. Svo er alltaf merkilegt að sjá hversu dýr og óhagkvæm hin einkarekna heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er.
Hér er smá tölfræði sem er áhugaverð. Íslendingar eyða ekki sérlega miklu í lyf á heimsmælikvarða, við erum undir meðaltali OECD. Bandaríkjamenn eru þar langhæstir af löndunum sem fjallað er um en Danir neðstir.

Svo er hér tafla um notkun þunglyndislyfja. Þar eru Íslendingar langhæstir, við eiginlega sprengjum skalann.
