fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Of stórt mál til að menn ræði það – þægilegra að tala um eitthvað smærra sem við erum vön að rífast um

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. nóvember 2015 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágætur vinur minn hafði skotið á það þegar við hittumst í morgun að fjölmiðlarnir hefðu fjallað 4-6 sinnum meira um Ríkisútvarpið síðustu dagana en sjálft mál málanna – uppgjör föllnu bankanna.

Um Ríkisútvarpið er rifist fram og til baka, það er orðinn meira en árviss viðburður, fremur að deilurnar blossi upp tvisvar á ári og þá eru flestir í kunnuglegum stellingum og fátt nýtt sem kemur fram.

En satt að segja er maður engu nær um stöðugleikaframlagið. Þetta er sennilega of stórt mál, það er betra að halda sig við eitthvað smærra sem fer fram eftir þekktu mynstri.

Fyrir fjölmiðlana er það auðvitað miklu þægilegra. Það þarf ekki að vinna neina sjálfstæða vinnu, bara hafa samband við þekktar persónur og leikendur og láta gjósa.

Staðreyndin er sú að hið mikla uppgjör hefur ekki verið útskýrt á þann hátt að nokkur leikmaður skilji. Og það vantar algjörlega óháða aðila til að leggja mat á það, eins og er raunar algilt í íslensku efnahagslífi. En þeir mega þó eiga það í InDefence að þeir eru að reyna – og hér er líka Vilhjálmur Þorsteinsson með sitt innlegg.

Málið var til umræðu á Alþingi í dag og var samþykkt í kvöld. Frekar lítið hefur frést af því sem þar var sagt, en eftir því sem ég kemst næst er málið nú alveg úr höndum þingsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn