fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hvað ætlast Ólafur Ragnar fyrir?

Egill Helgason
Föstudaginn 27. nóvember 2015 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson er ekki náttúruafl eða goðmagn. Hann er bara maður og ekki ómissandi. Það er enginn ómissandi í heiminum, þannig er gangur lífsins.

Honum tekst hins vegar að búa spurningum um framtíð sína á forsetastóli í búning einhvers konar launhelga, eins og þar séu öfl sem eru æðri okkur og honum sjálfum að ráða ráðum sínum. Einhvers konar samtal hans og sjálfrar þjóðarvitundarinnar.

Líkt og þetta sé honum varla í sjálfsvald sett.

Það er reyndar langt síðan Ólafur fór að tala um sjálfan sig í þriðju persónu – svona þegar sá gállinn er á honum.

Hann virðist líka upplifa það þannig að alltaf sé í gangi eitthvert ástand sem útheimti hann og engan annan. Þannig var það bæði fyrir og eftir hrun og nú er það ógn af múslimum sem hann útmálar í viðtali eftir viðtal – maður man varla eftir öðrum eins spretti hjá Ólafi í fjölmiðlum síðan í Icesave.

Ólafur ætti svosem að vera í stakk búinn að skilja þessa ógn, enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur dvalið jafn mikið í ofsatrúarmúslimalöndum við Persaflóa og hefur jafnmikil sambönd þar.

Hvað vakir fyrir Ólafi?

Er hann að undirbúa enn eitt framboð sitt – og stefna að 24 ára valdasetu? Maður sér ekki betur. En hann ætlar ekki að tilkynna framboðið fyrr en á áramótunum – sem er í rauninni alveg út í hött. Með framgöngu sinni núna nær hann líka að stugga burt öðrum frambjóðendum – það gerir gerir þeim sem gætu haft löngun í embættið afar erfitt fyrir að vita ekki um áform hans – um leið og hann haslar sér völl og fylkir ákveðnum hluta kjósenda á bak við sig.

Það eru ekki sömu kjósendur og kusu hann í upphafi, árið 1996, nei, þetta er allt annar markhópur. Það má Ólafur eiga að hann er langklókasti stjórnmálamaður Íslands, þar á hann engan sinn líka. Meira að segja gamli fjandmaður hans, Davíð Oddsson, er varla annað núorðið en skósveinn í flokki Ólafs Ragnars sem er einhver öflugasta pólitíska hreyfing Íslands þegar hann ræsir hana út.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis