fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

51ta ríkið

Egill Helgason
Föstudaginn 27. nóvember 2015 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Baldvin Baldvinsson sagði í Kiljunni um daginn, í tilefni af útgáfu bókarinnar Stríðsárin, að í Íslendingum hefði síðan í stríðinu búið draumurinn um amerískt allsnægtasamfélag.

Í dag má sjá í Fréttablaðinu á næstum hverri einustu síðu auglýsingu um Black Friday.

Ég er reyndar svo fávís að ég hafði ekki heyrt um fyrirbærið fyrr en í morgun – og fer þó oft til Bandaríkjanna.

Málvöndunarmenn hafa tjáð sig og spurt hvort þetta megi ekki heita Föstudagur til fjár, Föstudagsfár eða einfaldlega Svarti föstudagurinn.

Kannski er hægt að koma því í kring, en þetta er enn Black Friday, rétt eins og talað er um Halloween og Thanksgiving hér á landi.

Síðarnefndi hátíðisdagurinn var í gær og kalkúnn víða á borðum. Hann er étinn í Bandaríkjunum á þessum degi til að minnast landnema sem komu að strönd Massachusetts um 1620.

Við gætum bráðum farið að sækja um að verða 51ta ríkið. Við fengjum okkar eigin stjörnu í bandaríska fánann og værum laus við verðtrygginguna.

Getum haldið upp á þetta með því að horfa á bandarísku jólamyndirnar. Vísir.is birtir dagatal yfir jólamyndirnar sem segir að hljóti að „fara á ískápinn“. Þær eru allar amerískar, nema þar er ein bresk – hún reyndar fjarska ameríkaníseruð.

 

images-19

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 51 mínútum
51ta ríkið

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis