
Í dag hef ég séð fréttir af tvennu sem ég hygg að mannkyninu stafi meiri hætta af en hyðjuverkum.
Loftslagsbreytingar – eftir nokkra daga hefst afar mikilvæg heimsráðstefna um þær í París.
Og bakteríur sem eru ónæmar fyrir lyfjum.
Það væri sjálfsagt hægt að tína fleira til.
En svo er spurning hvernig við bregðumst við þessum ógnum.
Hætt er við að viðbrögðin við hryðjuverkunum verði of mikil eða misráðin, en líklegt er að viðbrögðin við loftslagsbreytingunum og fjölónæmu bakteríunum verði of lítil og léleg.