

Hér er bók sem kom aftan úr hillu í tiltekt í dag. Nokkurn veginn gleymd, en þó snjáð frá því hér í eina tíð.
Bókin er allt í einu orðin heimsfræg aftur og það í alveg nýju samhengi.
Hún kemur við sögu, og er jafnvel örlagavaldur, í annarri seríunni af Fargo, einhverri snjöllustu þáttaröð í sögu sjónvarps.
Og það í nákvæmlega þessari útgáfu Penguin Modern Classics frá 1975 – þættirnir eiga að gerast 1979.
(Kápumyndin er eftir René Magritte, hluti af málverki sem nefnist Le Cap des Tempêtes.)
