fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar og Saudi-Arabía

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. nóvember 2015 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af Vísi.is í morgun:

Forsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. Væntanlega er Ólafur Ragnar þar að tala um Saudi-Arabíu.

Nú, það fer varla milli mála því á vef forsetaembættisins segir beinlínis frá svona fundi milli Ólafs Ragnars og sendiherra Saudi-Arabíu. Þar birtist líka myndin sem er hér að neðan.

Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.

En fyrr á þessu ári birti WikiLeaks skjöl þar sem greinir frá því að Ólafur Ragnar hafi þrýst á um nánara samband við Saudi Arabíu. Þess ber að geta að forsetaembættið lýsti því yfir að frásögnin væri ekki rétt.

Að þessu sögðu er það auðvitað öllum í hag að myndist alþjóðleg samstaða gegn fasistaríkinu Saudi-Arabíu því hvort tveggja fjármagnar það hryðjuverk og beitir þegna sína hryllilegri trúarkúgun. Það sýnir einmitt tvískinnunginn í baráttunni gegn hryðjuverkum að þjóðir vestursins skuli bukka sig og beygja fyrir hinni ógeðslegu ríkisstjórn Saudi-Arabíu.

 

b3f446a9a87eccaa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis