fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Paul Krugman: Að óttast óttann

Egill Helgason
Mánudaginn 16. nóvember 2015 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsögn á nýjum pistli eftir Paul Krugman í New York Times er Fearing Fear Itself – Að óttast sjálfan óttann. Hann er náttúrlega að vísa í fræga ræðu Franklins Roosevelts forseta frá því á kreppuárunum.

Kjarninn í grein Krugmans er að hryðjuverkamenn reyni að ala á ótta – vegna þess að þeir séu ekki færir um annað. Það mikilvægasta sem samfélag okkar geti gert til að svara sé að neita að gefast upp fyrir óttanum. Hér er upphafið að grein hans í íslenskri þýðingu:

Eins og milljónir manna hef ég fylgst ákaft með fréttum frá París og sett aðra hluti til hliðar til að einblína á hryllinginn. Þetta eru eðlileg mannleg viðbrögð. En við skulum átta okkur á einu: Þetta er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Og það virðast ekki allir skilja.

Tökum til dæmis þá yfirlýsingu Jeb Bush að þetta sé „skipulögð tilraun til að eyðileggja vestræna siðmenningu“. Nei, það er ekki rétt. Þetta er skipulögð tilraun til að skapa ofsahræðslu, sem er alls ekki það sama. Og ummæli af þessu tagi, sem gera ekki greinarmun þarna á,  láta hryðjuverkamennina líta út fyrir að vera öflugri en þeir eru og hjálpa bara málstað jihadistanna.

Hugleiðum augnarblik hvað Frakkland er og hvað það stendur fyrir. Það hefur sín vandamál – það hafa öll ríki. En það er býr við sterkt lýðræði sem hefur almennt umboð frá þjóðinni. Framlög til varnarmála eru lítil miðað við það sem tíðkast hjá okkur, en það hefur samt öflugan her og aðstöðu til að styrkja hann verulega ef með þarf. (Hagkerfi Frakklands er um 20 sinnum stærra en Sýrlands.) ISIS mun ekki leggja undir sig Frakkland, hvorki nú né síðar. Eyðileggja vestræna siðmenningu? Ekki möguleiki.

Hvað snerust þá árásir föstudagsins um? Að drepa fólk af handahófi á veitingastöðum og í tónleikahúsum er hernaðarlist sem afhjúpar grundvallar veikleika árásaraðilanna. Þeir munu ekki stofna kalífaríki í París. En þeir geta magnað upp ótta – sem er ástæðan fyrir því að við köllum þetta terrorisma – við ættum ekki að upphefja það með því að nota orðið stríð.

Málið er ekki að gera lítið úr hryllingnum, heldur að leggja áherslu á að mesta hættan sem samfélagi okkar stafar af terrorisma er ekki vegna hins eiginlega skaða sem hann veldur, heldur vegna vitlausra viðbragða við honum.

 

Screen Shot 2015-11-16 at 17.32.10

Paul Krugman í Silfri Egils 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis