fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Samstaða með París

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. nóvember 2015 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg þarflaust að metast um virði mannslífa vegna hryðjuverkaárásanna á París. Það sem skiptir máli er ekki að mannslíf hafi meira virði í Frakklandi en annars staðar. En við upplifum hlutina auðvitað sterkar vegna þess að París er nálægt okkur, við höfum mörg komið þangað, þangað er flogið á hverjum einasta degi frá Íslandi.

París er táknmynd frelsis. Borg frönsku byltingarinnar.  Mannréttindayfirlýsingarinnar. Borg lista og menningar, hugmynda og andlegs frjálsræðis. Borg þangað sem flóttamenn undan kúgun hafa leitað í mörg hundruð ár og fengið skjól.

París er fjölmenningarborg. Þar lifir fólk af ýmsu þjóðerni, kynþáttum og trúarbrögðum saman – og hefur mestanpart tekist að gera það í sátt og samlyndi. Það er afar mikilvægt að þessi sambúð geti haldið áfram. Eitt markmið hryðjuverkamannanna er að spilla henni.

Það er viðkvæmt stjórnmálaástand í Evrópu. Öfgar ala af sér öfgar. Íslamski fasisminn á sér samhverfu í hægriöfgahreyfingum í Evrópu. Í sjálfu sér er ekki svo mikil hætta á að hryðjverkamenn geti valdið miklu mannfalli í Evrópu. En þeir geta gert gríðarlegan usla, magnað upp ótta, óöryggi og hatur. Það eru í raun viðbrögðin við árásunum sem eru hættulegri en þær sjálfar. Gætum við upplifað þann dag að hægriöfgamenn komist til valda í Frakklandi í líki Front National?

Og þess vegna er samstaðan með París svo mikilvæg. Það er samstaða með gildunum sem eru í húfi – því sem er súmmað upp í einkunnarorðum franska lýðveldisins, frelsi, jafnrétti, bræðralag.

CTukshqVEAAZdHX

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn