fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Í raun farast mjög fáir í hryðjuverkum á Vesturlöndum – tómt mál að tala um aukna hryðjuverkahættu hér

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. nóvember 2015 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem var talað um eftir árásirnar í New York 11. september 2001 var að framvegis yrðu hryðjuverk hugsanlega daglegt brauð á Vesturlöndum. Við myndum þyrfa að venja okkur við algjörlega nýjan heim, nýja tegund ógnar. Og vissulega breyttist margt, kannski fyrst og fremst hvernig við förum í gegnum alþjóðlega flugvelli en líka hvað varðar eftirlit með persónum.

Sjálfsagt hefur þetta komið í veg fyrir einhver hryðjuverk, en í raun er merkilegt að hugsa út í hvað þau eru í raun fá á Vesturlöndum eftir þennan tímamótaatburð. Miðað við hvað er mikið gert úr hryðjuverkum í Evrópu og Bandaríkjunum eru þau í raun mjög fátíð. Þau stærstu eru árásin á lestarstöðina í Madrid 2004, árásirnar á strætisvagna og lestarstöðvar í London 2005, ódæði Breiviks í Noregi 2013 og nú árásirnar í París á föstudagskvöldið. Svo eru nokkur atvik sem eru ekki nánast eins mannskæð. Og það má nefna í leiðinni að mikill meirihluti hryðjuverka íslamskra terrorista beinist gegn fólki sem líka aðhyllist íslam, eins og til dæmis í hinu stríðshrjáða Írak. Daginn á undan árásunum í París var mjög mannskæð árás í Beirút í Líbanon.

En mannfallið af völdum hryðjuverka á Vesturlöndum er ekki mikið – ekki ef miðað er við aðra hluti sem kosta okkur mennina lífið. En atburðir sem þessir vekja feikilegt umtal, ótta og ugg og þess vegna er mjög mikilvægt að stjórnmálamenn haldi ró sinni. Þrýstingurinn á aðgerðir getur verið miklu meiri en tilefni er til. Dæmin hræða: Innrásin í Afganistan, Íraksstríðið sem við erum enn að súpa seyðið af, Guantanamo. Hið opna samfélag heldur enn velli – en það er ekki sjálfgefið.

Það er til dæmis tómt mál að tala um að hryðjuverkahætta á Íslandi hafi aukist eins og gert er í þessari frétt Ríkisútvarpsins, að hún sé eitthvað meiri en hún var í síðustu viku eða fyrir fimm eða tíu árum. Við vitum bara ekkert um það, enda er þetta ekki stutt neinum gögnum eða rannsóknum, einungis einhverri tilfinningu sem er í loftinu dagana eftir atburðina hörmulegu í París. Hún kann að vera rétt, en hún getur líka verið alveg röng.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn