fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ennþá dofin

Egill Helgason
Laugardaginn 14. nóvember 2015 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur heyrt margt ágætlega sagt um hryðjuverkaárásirnar í París. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði hatursumræðu á internetinu að umtalsefni:

Hún er einmitt dæmið um það sem ég óttaðist: að árásir og verk af þessu tagi myndu eyðileggja hinn góða anda hins frjálsa lýðræðislega samfélags og verða til þess að fólk í okkar eigin röðum fari að hugsa og koma fram með þeim hætti sem á engan hátt er samboðið siðuðu samfélagi. Að bregðast þannig við að setja fram hatursáróður, hvar sem hann er settur fram, er í raun verknaður sem felur í sér sigur fyrir öfgaöflin og er það versta sem hægt er að gera í minningu þeirra sem látið hafa lífið.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lét þessi orð falla:

Um leið og við syrgjum fórnarlömbin og hugsum til allra þeirra sem eiga um sárt að binda skulum við standa vörð um vestrænar hugsjónir, um mannúð og mennsku, – frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, vitnar í fleyg orð Martins Luthers King:

Mig skortir orð vegna þessara skelfilegu atburða í París. En mér verður eins og gjarnan hugsað til Martin Luther King, því fáir hafa sett betur í orð leið mannsandans til að vinna á hatri og illsku.
„When evil men plot, good men must plan. When evil men burn and bomb, good men must build and bind. When evil men shout ugly words of hatred, good men must commit themselves to the glories of love. Where evil men would seek to perpetuate an unjust status quo, good men must seek to bring into being a real order of justice.“

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar:

Í gærkvöldi sofnaði ég dapur eftir að hafa fylgst með atburðunum í París. Í morgun varð ég aftur hnugginn þegar ég sá hvernig sumir af kunningjum mínum og fleiri, sem ég er viss um að er gott fólk, hafa brugðist við með því að kenna umburðarlyndi um hatur og frjálsræði um grimmdarverk.  Þeir sem þannig tala hafa strax gefist upp fyrir illvirkjunum.

Dr. Gunni:

Muna: Ekki láta fávitana vinna.

Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst:

Okkur finnst við vera varnarlítil og nánast máttvana þegar við fylgjumst með fréttunum frá París. Samúð okkar er með frönsku þjóðinni og við biðjum fyrir þeim sem nú eru í sorg vegna tilræðanna. Þessir atburðir færa okkur nær þeim hryllingi sem er að gerast þar á þeim svæðum sem ISIS hefur náð undir sig. Við teljum okkur í heilmiklum vanda vegna þess mikla fjölda flóttamanna sem kemur frá Sýrlandi en langflest er fólkið að flýja ófriðarástand sem við eigum erfitt með að ímynda okkur. Hryðjuverkamennirnir í ISIS (sem eru að mínu mati reyna að ræna Islam) drepa miklu fleiri múslima en kristna og þverbrjóta öll siðalögmál bæði kristinna og múslima. Að mínu mati eiga viðbrögð okkar að vera að leggja höfuðkapp á að hjálpa þeim hófsömu og friðelskandi múslimum sem eru að berjast gegn ISIS í Írak, Sýrlandi og annars staðar þar sem þessi ófögnuður hefur fest rætur. Við eigum alls ekki að bregðast við með því að snúast gegn flóttamönnum sem eru sjálfir fórnarlömb ISIS.

Píratinn Smári McCarthy:

Þeir sem tala núna um að frjálslyndi Evrópu hafi orsakað árásirnar í París eru í rauninni að beita nákvæmlega sömu orðræðu og liðsmenn ISIS, nema í þágu annars málstaðs. Öfgahægrið er að missa sig af gleði yfir því mannfalli sem varð í gærkvöldi, því það tryggir uppgang þeirra. Það er áríðandi að hafna allri öfgahyggju — bæði þeim öfgum sem beita ofbeldi og þeim öfgum sem vilja nota ofbeldi sem afsökun til að takmarka mannréttindi.

Ummælin sem höfða langmest til mín og súmma þetta einhvern veginn best upp koma frá rithöfundinum Auði Jónsdóttur:

Mér finnst að ég ætti að segja hitt og þetta en á sama tíma kem ég varla upp orði, aldrei þessu vant. Les bara statusa vina minna, samþykk sumum, dáist að hugsuninni í öðrum, fyllist sorg yfir einhverjum, jafnvel vanmætti … og held svo áfram að vera dofin. Býst við að fleirum sé þannig innanbrjósts. Og líka einhvern veginn öðruvísi. Og nú er ég allt í einu búin að segja fullt. En ég er ennþá dofin.

12240258_10208167163083608_2664893631942995141_o

Harpa upplýst í frönsku fánalitunum í kvöld.

12227148_1127262393999282_6899478338387826944_n

Og svo mannvirki víða um heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum
Ennþá dofin

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis