fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Mótefni gegn cynisisma

Egill Helgason
Föstudaginn 13. nóvember 2015 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Justin Trudeau tekur við völdum í Kanada. Hann vann nokkuð óvæntan stórsigur í kosningum, er allt í einu orðinn forsætisráðherra. Þessu fylgir bjartsýnisbylgja sem enginn sá fyrir – Trudeau vandar sig við að gefa jákvæð skilaboð. Í ríkisstjórn hans er helmingur ráðherra konur, þar eru tveir indíánar, þrír ráðherrar af shíkaættum, stríðshetja, fyrsti Kanadamaðurinn sem fór út í geim og tveir fatlaðir ráðherrar. New York Times segir að þetta sé eins og mótefni við cynisisma.

Ég man ekki neitt íslenskt orð sem nær alveg þessu hugtaki, en vissulega er cynisismi eitt af því sem háir íslenskum stjórnmálum. Þetta er einhvers konar sambland af neikvæðni og leiða, andleysi, þeirri hugmynd að sumir eigi rétt á að ráða umfram aðra, og svo er það þetta eilífa tuð og varnarbarátta.

Kannski endist það ekki lengi, en eins og stendur virkar stjórn Trudeaus eins og uppbyggilegt afl sem veitir Kanadamönnum sjálfstraust að nýju – þannig vakna nýjar kynslóðir til vitundar um stjórnmál og sjá að þau eru mikilvæg, andstætt cynisismanum sem ríkir svo víða í lýðræðisríkjum núorðið.

Hvernig yfirfærum við þetta yfir á Ísland. Jú, hér höfum við Pírata sem fara með himinskautum í skoðanakönnunum og svo nokkra frekar þreytta stjórnmálaflokka. Hjálmar Gíslason, stofnandi DataMarket og athafnamaður í Boston, skrifar hugvekju um þetta á Facebook:

Miðað við stöðuna í íslenskum stjórnmálum er stórmerkilegt að enginn flokkur skuli taka sig til og mála framtíðarsýn. Sýn um það hvers konar þjóðfélag hann vilji sjá eftir 20 ár, frekar en hvaða málfundaræfingu hann ætli að fitja upp á á Alþingi í næstu viku.

Píratar eru svolítið stikkfríir í þessari umræðu þar sem þeirra „platform“ er að breyta kerfinu þannig að fólkið sjálft hafi beinni aðkomu að mótun slíkrar sýnar og ákvarðanatöku allri. M.ö.o. það er ekki þingmanna þeirra að hafa og móta sýnina, heldur að miðla þeirri sýn sem baklandið ákveður.

En að hinir, hefðbundnu flokkarnir, skuli ekki keyra á skilaboðum um skýra framtíðarsýn í málefnum eins og gjaldmiðlamálum, menntamálum, alþjóðasamstarfi, samsetningu atvinnulífs, heilbrigðismálum o.s.frv. er óskiljanlegt.

Og þó, það eru allir að hugsa um sína eigin skammtímahagsmuni, að klekkja á „andstæðingunum“, halda stöðu innan flokksins og næstu kosningar. Maður sér ekki að margir séu í þessu af hugsjón.

 

 

trudeau-father-kids-102015

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn