fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Við eigum ekki að treysta bönkum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. nóvember 2015 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við eigum ekki að treysta bönkum aftur, segir presturinn og dálkahöfundurinn Giles Fraser í grein í The Guardian. Það er einungis hart eftirlit okkar með bönkum sem getur komið í veg fyrir að þeir féfletti okkur aftur.

Bönkum er ekki mikið betur treyst á Bretlandi en á Íslandi, nú þegar sjö ár eru liðin frá bankahruninu 2008. Fraser leggur út af almannatengslaherferð sem Englandsbanki fór í um daginn þar sem dyr bankans voru opnaðar fyrir almenningi. Í þessu felst líka að bankar vilja aftur fá traust, þeir segja að nú sé allt breytt með hækkandi eiginfjárhlutfalli, lögum sem gera að verkum að hægt verði að dæma svindlara í stétt bankastjórnenda í fangelsi og skilnaði milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi. Þeir tala líka meira um siðferði en áður, segir Fraser.

Eigum við þá að treysta þeim, spyr Fraser? Nei, er stutta svarið. Ekki af því bankamenn séu verri en við hin, heldur vegna þess að þeir eru eins – jafn móttækilegir fyrir græðgi. Í bankakerfinu velta um stórar fjárhæðir, freistnivandinn er líkt og innbyggður í það. Þess vegna er best að vera alltaf á verði gagnvart bönkum. Klárt og metnaðarfullt fólk innan þeirra mun alltaf geta leikið á hægfara eftirlitsaðila, sérstaklega þegar upplýsingatæknin opnar á alls kyns nýjar leiðir í bankastarfsemi.

Það sé einmitt áhyggjusamlegt þegar fólk er upp til hópa farið að treysta bönkum. Sagan sýnir að það er einmitt þegar fólk er ekki á varðbergi að bankarnir finna alls kyns leiðir til að féfletta okkur – við megum ekki vera eins bláeygð og í aðdraganda hrunsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn