

Það er merkilegt að heyra John Major, fyrrverandi forsætisráðherra, lýsa því yfir að ójöfnuðurinn í Bretlandi sé blöskranlegur.
Major ríkti í fimm ár, tók við af Margaret Thatcher sem öðrum fremur lagði grunninn að því samfélagi ójöfnuðar sem ríkir í Bretlandi – rétt eins og Ronald Reagan í Bandaríkjunum.
Það var svo afar sérstætt að stjórn Verkamannaflokksins, meintir jafnaðarmenn, gerði lítið sem ekkert til að breyta þessu á valdaskeiði Tonys Blair. Þvert á móti, Blair og vinir hans gengust upp í sleikjuskap við ofurríkt fólk.
Og nú sitja Bretar uppi með þjóðfélag sem Major lýsir svona:
Ég hef engar efasemdir um að mikið af þessum mismuni stafar af slæmum lífsstíl, slæmum ákvörðunum, slæmu mataræði – en slæmt umhverfi, slæmt húsnæði og slæm menntun eru líka orsakavaldar. Hverjar sem ástæðurnar eru, þá er blöskranlegt að upplifa þetta árið 2015.
