fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Stórfelldar samfélagsbreytingar vinna með Demókrötum en Repúblikanar eiga varla séns

Egill Helgason
Föstudaginn 6. nóvember 2015 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytingar á íbúasamsetningu Bandaríkjanna og lífsviðhorfum valda því að frambjóðendur Repúblikana eiga varla neina von í forsetakosningum. Þetta skrifar kosningasérfræðingurinn Stan Greenberg í mjög áhugaverðri grein sem birtist í Guardian.

Hann byrjar á að lýsa furðufuglunum sem eru í framboði fyrir Repúblikanaflokkinn. Ben Carson sem segir að umbætur Obamas í heilbrigðismálum séu það versta sem hefur komið fyrir Bandaríkin síðan þrælahald. Hann sagði líka að Hitler hefði drepið færri gyðinga í helförinni ef þeir hefðu verið vopnaðir. Donald Trump sem segist ætla að reka burt 12 milljón skilríkjalausa innflytjendur af því meðal þeirra séu svo margir „glæpamenn, morðingjar og nauðgarar“. Og svo Carly Fiorina sem segir að hvert einasta stefnumál sem Hillary Clinton aðhyllist, þar á meðal launað fæðingarorlof og jöfn laun fyrir konur sé „sannanlega slæmt fyrir konur“.

Greenberg segir að bandaríska þjóðin sé að þróast burt frá svona viðhorfum. Minnihlutahópar, blökkumenn og fólk af suður-amerískum uppruna, einstæðar konur, þúsaldarkynslóðin (fólk fætt milli 1982 og 2000) og fólk sem er ekki trúað,  hafi verið 51 prósent af kjósendum árið 2012 en verði 63 prósent á næsta ári.

Í öllum þessum hópum hafi Demókratar meirihluta sem Greenberg segir að sé að minnsta kosti tveir á móti einum.

Þarna séu í raun að verða stórkostlegar samfélagsbreytingar. Borgir séu að ganga í gegnum mikla endurnýjun með atvinnugreinum sem spretta af upplýsingatækninni og nýjum orkugjöfum. Á sama tíma eru að verða miklar breytingar á viðhorfum til kynjahlutverka, innflytjenda, fjölskyldunnar og trúarbragða. Við blasir nýr samfélagslegur, efnahagslegur og pólitískur veruleiki sem Repúblíkanar streitast á móti – sú barátta verður æ vonlausari. Þeir sitja uppi með gamla kjósendur sem eru trúaðir, hvítir á hörund, líklega í hjónabandi og búa á dreifbýlli stöðum. Með slíkan kjósendahóp er æ ólíklegra að þeir geti náð forsetaembættinu.

 

White_House_Front

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn