fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Varla hægt að mynda stjórn án Pírata

Egill Helgason
Mánudaginn 2. nóvember 2015 23:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Var þetta ekki skoðanakönnunin þegar gæfan átti að fara að snúast?

Eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins og húllumhæið í kringum hann og þegar sér fyrir endann á vandræðunum varðandi erlendu kröfuhafana?

En það breytist eiginlega ekki neitt. Píratar eru ennþá langefstir hjá Gallup og hafa verið síðan í apríl. Stærri en báðir stjórnarflokkarnir samanlagt. Bæta meira að segja aðeins við sig, fara yfir 35 prósentin.

Miðað við þessar tölur ættu Píratar að geta myndað tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, en líka með Vinstri grænum eða Samfylkingu – þótt meirihlutinn í síðari tveimur tilvikunum væri ekki stór.

Það eru ekki margir aðrir stjórnarkostir í stöðunni. Ef Framsókn ætti til að mynda að vera í ríkisstjórn án Pírata, þyrftu allir hinir flokkarnir að vera með. Það yrði að vera fjögurra flokka stjórn.

Sjálfstæðisflokkur gæti hins vegar náð eins sætis meirihluta í stjórn með Samfylkingu og VG.

Gunnar Smári Egilsson reiknaði út á Facebook hvernig skipting þingsæta yrði, svo berum við það saman við kosningarnar 2013.

Píratar 25 – 3 (bæta við sig 22)

Sjálfstæðisflokkur 17 – 19 (tapa 2)

Framsóknarflokkur 6 – 19 (tapa 13)

Vinstri græn 8 – 7 (vinna 1)

Samfylking 9 – 7  (tapa 2)

Björt framtíð 6 – 0 (tapa öllum)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins